Vafra: Leikjarýni
Star Wars: Battlefront 2 er framhald Star Wars Battlefront sem kom út árið 2015 og… bíðið aðeins, það er fíll hérna í herberginu sem ég þarf aðeins að skrifa um. Netið hefur verið algjörlega rauðglóandi yfir þessum leik, sérstaklega samfélagssíðan Reddit, þar sem athugasemd frá starfsmanni EA sló met því að vinna sér inn flesta mínusa (dislikes) frá notendum (nálægt 68 þús. núna) og AMA (Ask me anything) með þremur hönnuðum frá DICE fór líka um þúfur. Forsagan er sú að spilarar sem komust snemma í leikinn fundu út að það tók þúsundir tíma að ná í allt sem leikurinn…
Gran Turismo Sport er nýjasti akstursleikurinn í seríu sem hefur fylgt PlayStation allt frá árinu 1997. Sá síðasti, Gran Turismo 6, kom út árið 2013 á PS3 þannig að það var kominn tími á nýjan leik sem nýtir sér tækni PlayStation 4 Pro og 4K HDR sjónvarpa. Fyrst smávegis um mig sem bílaleikjaspilara – ég tel mig ekki vera harðkjarna en er alltaf með nýlegan bílaleik sem ég get gripið í, hvort sem það er einhver sem reynir að vera eins raunverulegur og hægt er (GT og Formula leikir) eða brjálaðir sandkassaleikir með Hallgrímskirkjuhæðarhoppum og sprengingum eins og Burnout, Need…
Síðasta svaðilförin með persónum úr Uncharted seríunni er loksins lent á PS4. Naughty Dog ætlaði að gera stutta sögu sem átti að vera í svipuðum sniðum og Left Behind fyrir The Last of Us. Svo vatt verkefnið upp á sig og sagan varð stærri í sniðum og ákveðið að þetta yrði leikur sem fengi að standa óstuddur frá Uncharted 4. Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross. Chloe var í Uncharted 2 og 3 á meðan Nadine kom við sögu í 4. leiknum. Chloe er á höttunum eftir fílabeini Ganesh og…
Ninja Theory er leikjafyrirtækið á bak við Heavenly Sword, Enslaved: Odyssey to the West, DmC: Devil May Cry, Disney Infinity og núna Hellblade: Senua’s Sacrifice. Fyrir undirritaðan þá er Heavenly Sword á PS3 alger klassík og einn eftirminnilegasti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Það sem gerði hann svo góðan er ekki spilunin, sem var fín, heldur ógleymanlegir karakterar og góð saga. Andy Serkis ljáir vonda gaurnum rödd sína og líkamleg tjáning hans er merki um hvað koma skyldi hjá honum en flestir aðrir standa sig vel líka. Það eru mörg líkindi með Heavenly Sword og Hellblade og Ninja…
Eftir margra ára fjarveru er Crash Bandicoot mættur aftur til leiks í „nýjum þríleik“ er kallast Crash Bandicoot N Sane Trilogy fyrir PlayStation 4. Fyrstu þrír leikirnir, Crash Bandicoot, Cortex Strikes Back og Warped hafa allir verið endurgerðir frá grunni og eru gefnir út saman í einum pakka. Fyrir þá sem þekkja ekki til Bandicoot leikjanna er hér á ferðinni dæmigerður hopp og skopp leikur sem gengur út að sigra borð með því að tækla hinar ýmsar raunir sem verða í vegi fyrir spilaranum. Eftir að hafa lokið við fimm borð kemur svo að endakarli sem eru mis erfiðir og…
Í seinasta mánuði kom út bardagaleikurinn Injustice 2 á PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvurnar. Bardagakappar leiksins eru ofurhetjur úr DC heiminum og er meðal annars hægt að berjast sem Batman, Superman, Supergirl, Flash, The Joker, Harley Quinn, Swamp Thing, Catwoman, Wonder Woman og Green Lathern. Sagan í Injustice 2 er á þá leið að hópur illmenna sem kalla sig The Society, með górilluna Gorilla Grodd og illmennið Brainiac fremsta í flokki, stefna á heimsyfirráð. Þessi plön leggjast illa í Batman og vegna deilna milli Batman og Superman neyðist Batman til að vinna með ýmsum með vafasama fortíð, þar á…
Wipeout er loksins kominn á PS4 en þó í formi safns af endurbættum útgáfum af eldri Wipeout leikjum: Wipeout HD, viðbótinni Wipeout Fury (PS3) og Wipeout 2048 (PS Vita). Í þokkabót eru Wipeout HD og Fury endurbættar útgáfur af Wipeout Pure og Pulse sem komu út á PSP á sínum tíma og Pulse var seinna eingöngu gefinn út fyrir PS2 í Evrópu. Wipeout er kappakstursleikur sem gerist í framtíðinni í heimi þar sem mannkynið hefur þróað tækni sem gerir farartækjum kleift að svífa um á ógnarhraða á sérhönnuðum brautum. HD og Fury gerast árið 2197 og ári síðar. Wipeout 2048…
Netfjölspilunarleikir eins og World of WarCraft o.fl. hafa verið síðustu árin að færa sig meira yfir á hinn stóra leikjatölvumarkað með mis góðum árángri. Fæstir hafa lagt í að vera með beint áskriftarmódel eins og WoW nema kannski Final Fantasy XIV: A Realm Reborn á PS3 og PS4. Flest aðrir leikir hafa komið út sem „Free 2 Play“ þar sem er ekkert greitt fyrri leikinn og bara verslað aukahluti og þjónustu, síðan er módelið sem The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited kynnti til leiks árið 2015 þegar leikurinn var endurhannaður og gefin út á leikjavélarnar. Þar er nóg að kaupa…
Nýjasti leikurinn frá Nintendo leikjarisanum ku vera slagsmálaleikur sem ber hið einfalda nafn ARMS. Arms kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna um miðjan júní mánuð og gengur út á að sigra andstæðinga á leikvangi með alls konar uppátækjum. Spilarar byrja á því að fara í gegnum stutta þjálfun sem kennir þeim á helstu atriði leiksins. Stjórnkerfi leiksins er frekar einfalt við fyrstu sýn sem verður svo erfitt að ná fullkomum tökum á. Hægt er að velja á milli hreyfiskynjun (motion control) Joy-Con stýripinnana eða hefðbundna fjarstýringu. Skipanir á borð við „að kýla“, sveigja frá, stökkva, verja sig eða grípa andstæðingana…
Tölvuleikir í formi gönguhermis („Walking Simulator“ á ensku) virðast ætla verða sífellt vinsælli með hverju ári sem líður. Leikir á borð við Firewatch, Everybody’s Gone to the Rapture, The Vanishing of Ethan Carter og fleiri leikir hafa nær flestir gert það gott í þessum frábæra iðnaði, þrátt fyrir mismikla lukku. Enda kannski ekki bara við leikina að sakast. Gönguhermar hafa mikið verið í sviðsljósinu að undanförnu og hafa jafnvel fjölmargir leikjaunnendur neitað að flokka þá sem hefðbundna tölvuleiki. En hvað gerir leik að tölvuleik? Maður spyr sig. En þann 25. apríl síðastliðinn bættist einmitt nýr slíkur leikur við flóruna, What…