Leikjarýni

Birt þann 22. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Leikjarýni: ARMS – „Öðruvísi, en þó fjörugur slagsmálaleikur“

Leikjarýni: ARMS – „Öðruvísi, en þó fjörugur slagsmálaleikur“ Daníel Rósinkrans

Samantekt: Fjörugur og öðruvísi slagsmálaleikur sem skemmtilegt er að grípa í, þá sérstaklega í sófanum með góðum vinum.

3.5

Fín skemmtun


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Nýjasti leikurinn frá Nintendo leikjarisanum ku vera slagsmálaleikur sem ber hið einfalda nafn ARMS. Arms kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna um miðjan júní mánuð og gengur út á að sigra andstæðinga á leikvangi með alls konar uppátækjum.

Spilarar byrja á því að fara í gegnum stutta þjálfun sem kennir þeim á helstu atriði leiksins. Stjórnkerfi leiksins er frekar einfalt við fyrstu sýn sem verður svo erfitt að ná fullkomum tökum á. Hægt er að velja á milli hreyfiskynjun (motion control) Joy-Con stýripinnana eða hefðbundna fjarstýringu.

Skipanir á borð við „að kýla“, sveigja frá, stökkva, verja sig eða grípa andstæðingana eru þeir þættir sem spilarar þurfa að læra á til þess að ná góðum tökum á leiknum. Þá er alls ekki nóg að læra hvernig þau eru framkvæmd, heldur þarf að beita þeim á hárréttum tíma til þess að gera andstæðingum lífið leitt. Það krefst mikilar þolinmæði að ná góðum tökum á leiknum sem eykur svo vellíðan þegar taktinum er loksins náð.

Í stað þess að slást frá hægri til vinstri eins og þekkist í flestum slagsmálaleikjum nú til dags standa keppendur á móti hvort öðrum. Líkt og titill leiksins gefur til kynna eru armarnir, sem og hnefarnir, lykil þættir leiksins. Hver og einn bardagakappi (tíu talsins) byrjar með þrjár ólíkar samsetningar á hnefum sem hægt er að skipta út þegar lengra líður á leikinn.

Hendurnar, eða armarnir, setja mesta svipinn á leikinn vegna teygjanleika þeirra. Með hverju höggi, vinstri eða hægri, teygjast hendurnar langt yfir leikvanginn og þurfa spilarar að beita þeim rétt til að lenda höggi á andstæðinginn. Þá er einnig mikilvægt að bregðast rétt við þegar hnefarnir þeytast í átt að manni og er það gert með því að stökkva eða jafn vel sveigja frá snögglega til hliðar. Ef tímasetningin er góð gefst oft tækifærir að lenda höggi á andstæðinginn, eða jafnvel grípa hann með báðum hnefum sem veldur enn meiri skaða.

Allt að fjórir leikmenn geta spilað leikinn saman í einu sem gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið.

Hnefarnir koma í alls konar stærðum og gerðum og innihalda mismunandi eiginleika. Hver og einn hnefi er svo skipt niður aðra flokka (alls sjö flokkar í heildina) hvort hann sé eldfimur, getur valdið rafstuði eða jafnvel fryst andstæðinginn þegar þeim er beitt á sérstaka vegu. Hvert og eitt leikskipulag (game mode) skartar bæði einspilun og samspilun (co-op). Allt að fjórir leikmenn geta spilað leikinn saman í einu sem gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Ásamt því að geta keppt við spilara í gegnum fjölspilun á netinu bíður leikurinn einnig upp á Grand Prix þar sem allt að tveir spilarar geta keppt saman til sigurs.

Í lokin er svo keppt við endakarl, ásamt öðrum óvæntum uppákomum, sem veitir manni ákveðna ánægju í hvert skipti sem hann er sigraður. Leikurinn getur verið ansi erfiður á köflum, sérstaklega þegar maður ákveður að takast á við Grand Prix einn á báti og í erfiðari stillingum.

Ásamt Grand Prix er einnig að finna Party Match sem er eitt skemmtilegasta skipulagið í leiknum.

Ásamt Grand Prix er einnig að finna Party Match sem er eitt skemmtilegasta skipulagið í leiknum. Spilurum er hent í átta manna „lobbí“ og er keppendum parað saman, tveir gegn tveimur, einn gegn einum eða allir á móti öllum (alls þrír spilarar) með handahófskenndum aðferðum. Þrátt fyrir skemmtana gildi þeirra geta sum þeirra, þá sérstaklega allir á móti öllum eða tveir gegn tveimur, valdið mikilli ringulreið sem hægt væri að útfæra betur.

Einnig bíður leikurinn upp á alvöru keppni í gegnum netið þar sem árangur spilarans er metinn til sigurs. Það er eina leikskipulagið þar sem aðeins einn spilari getur spilað í einu. Öll hin innihalda að minnsta kosti tvo spilara eða fleiri. Frá hefðbundnum bardögum fá svo keppendur pásu frá slagsmálum af og til með öðrum skemmtilegum hætti. Því leikurinn inniheldur einnig blak, körfubolta og annars konar leikvang þar sem keppendur þurfa að beita örmum sínum til þess að slá niður skífur og safna fleiri stigum en andstæðingurinn. Þetta brýtur svolítið upp á leikinn, sérstaklega þar sem hann tekur sig ekkert of alvarlegan á köflum sem er hið besta mál.

Einnig bíður leikurinn upp á alvöru keppni í gegnum netið þar sem árangur spilarans er metinn til sigurs. Það er eina leikskipulagið þar sem aðeins einn spilari getur spilað í einu. Öll hin innihalda að minnsta kosti tvo spilara eða fleiri.

Með því að spila leikinn vinna spilarar sig inn Arms-stig sem hægt er að nota til þess að opna fyrir fleiri hnefa. Spilarar eru settir í smáleik (mini game) þar sem þeir þurfa að eyðileggja skífur og önnur fyrirbæri til þess að opna fyrir fleiri hnefa. Maður hefði viljað sjá fleiri útfærslur á þessu heldur en bara þessi eini smáleikur til þess að opna fyrir fleiri aukahluti fyrir leikinn. Þetta kerfi er svo sem allt í lagi en alls ekki stórkostlegt.

Útlitlega séð er Arms er frekar einfaldur, en litríkur og keyrir leikurinn þrusu vel á Switch vélinni. Leikurinn var spilaður í lófunum að mestu leiti og einnig tengdur við sjónvarp, þ.e.a.s. báðir eiginleikar Switch tölvunnar voru nýttir til fulls. Það er gaman að sjá leikinn keyra virkilega vel og nýtir hann jafnvel 1080p stuðning þegar hann er tengdur við sjónvarp. Tónlist og önnur hljóð voru til fyrirmyndar og eru ansi Nintendo-leg, þegar uppi er staðið.

ARMS er klárlega öðruvísi slagsmálaleikur en maður er vanur.

ARMS er klárlega öðruvísi slagsmálaleikur en maður er vanur. Hann minnir svolítið á Punch-Out leikina sem voru mjög vinsælir á Nintendo leikjatölvunum hér áður fyrr nema nú með breyttu sniði. Það er erfitt að segja til um endingartíma hans og er hann klárlega ekki fyrir alla tölvuleikjaunnendur. Hnefinn er algjörlega hjá Nintendo hvað þetta mál varðar. Sjái þeir sig fært að styðja við leikinn út árið, gefa út fleiri leikvanga, nýja bardagakappa og fleiri aukaefni gæti líftími hans náð góðu flugi.

Þeir sem vilja skemmtilegan og krefjandi slagsmálaleik, fullan af áskorunum sem erfitt er að verða virkilega góður í ættu að kíkja á Arms. Arms er klárlega einn af stærri leikjum frá Nintendo þetta árið fyrir Nintendo Switch.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑