Leikjarýni

Birt þann 3. október, 2017 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Uncharted: The Lost Legacy – „Skotheld skemmtun“

Leikjarýni: Uncharted: The Lost Legacy – „Skotheld skemmtun“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Nathan Drake fær hvíld og stöllurnar Chloe og Nadine taka við og sparka í rassa.

4

Góður!


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Síðasta svaðilförin með persónum úr Uncharted seríunni er loksins lent á PS4. Naughty Dog ætlaði að gera stutta sögu sem átti að vera í svipuðum sniðum og Left Behind fyrir The Last of Us. Svo vatt verkefnið upp á sig og sagan varð stærri í sniðum og ákveðið að þetta yrði leikur sem fengi að standa óstuddur frá Uncharted 4.

Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross. Chloe var í Uncharted 2 og 3 á meðan Nadine kom við sögu í 4. leiknum. Chloe er á höttunum eftir fílabeini Ganesh og fær Nadine til að slást í för með sér. Að sjálfsögðu er illmenni að nafni Asav, með heilan her í eftirdragi, líka að leita að sama gripnum og er einu skrefi á undan þeim.

Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross

Lítið kemur á óvart hvað varðar framvindu sögunnar og er margt sem minnir á hasaratriði fyrri leikjanna. Aftur fær maður tækifæri til að keyra um á jeppa en hérna er svæðið galopið og ræður maður algjörlega í hvaða röð maður tæklar hlutina. Þó svo að maður sé með kort þá var ansi auðvelt að villast. Þrátt fyrir það að miklar endurtekningar áttu sér stað, þá fannst mér hins vegar þrautirnar mun betri en í Uncharted 4. Sumar voru svakalegar gestaþrautir sem tók smá tíma að fatta hvað átti að gera. Eitt sem var nýtt í leiknum er að Chloe getur dýrkað upp lása og notað vopn með hljóðdeyfi.

En það sem Naughty Dog gerir best eru sambönd og samtöl milli persóna. Það er mjög gaman að sjá kvenhetjurnar opna sig og sýna hvor annarri hlýhug þegar líður á eftir að hafa byrjað samstarfið á öndverðum meiði.

Það þarf varla að nefna það en leikurinn er gasalega fallegur á að líta Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross og oft var staldrað við og teknar myndir af fallegu landslagi. Henry Jackman snýr aftur sem tónskáld eftir að hafa tekið við af Greg Edmonson, sem samdi tónlistina fyrir fyrstu þrjá leikina í seríunni. Hvað varðar tæknilegu hliðina þá er lítið um vankanta nema kannski það kom stundum fyrir að gervigreindin var ekkert svo greind. Eitt skipti læddist hjálparhellan um beint fyrir framan óvininn, tók sinn tíma og samt varð óvinurinn ekki var við neitt. Svona lagað gerðist þó örsjaldan.

Það þarf varla að nefna það en leikurinn er gasalega fallegur á að líta

Leikurinn er nú ekkert svakalega langur, það er vel hægt að klára hann á 10-12 tímum, kannski skemur ef ekkert er slórað í opna jeppa hlutanum.

Einnig er fjölspilun í boði og er það sami fjölspilunarhlutinn og var í Uncharted 4 en á að vera með einhverjum nýjungum sem undirritaður á eftir að skoða betur og uppfæra greinina von bráðar.

Skotheld skemmtun hér á ferð og enginn verður svikinn af þessu ævintýri!

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑