Author: Sveinn A. Gunnarsson

Árið 1959 kom út bókin Starship Troopers eftir sci-fi rithöfundinn Robert A. Heinlein. Bókin var gagnrýnd fyrir sterkan áróðurs tón á stríðsátök sem setti hermennskuna og á vissan stall og gerði blóðug átök talsvert fegurri en þau voru í rauninni. Bókin var skrifuð á kaldastríðstímanum og ber þess viss merki í hvernig persónur og átök sögunnar eru sett fram. Bókin fékk þó góðar viðtökur og Heinlein fékk Hugo bókmenntaverðlaunin árið eftir fyrir Starship Troopers. Bókin er líklega þekktasta og vinsælasta verk hans, en einnig má nefna bækur eins og Stranger in a Strange Land, Have Space Suit Will Travel, The…

Lesa meira

Fyrir átta árum þegar að The Elder Scrolls Online (ESO) kom fyrst út átti hann talsvert erfitt uppdráttar þar sem hann var í samkeppni við risa á markaðnum eins og World of WarCraft, Guild Wars 2, Final Fantasy XIV: A Realm Reborn og Star Wars: The Old Republic. Eitt af stærstu vandamálum nýrra MMORPG leikja er að sannfæra fólk um að borga mánaðargjaldið og ESO var í vanda að sannfæra fólk sem voru ekki harðir Elder Scrolls aðdáendur að hoppa á leikinn í stað þeirra sem voru búnir að festa sér sess á markaðnum. Líkt og áður er nauðsynlegt að…

Lesa meira

Þessi grein var skrifuð af Sveini Aðalsteini í samstarfi við Kísildal. Höfundur fékk afslátt af vörunum frá þeim til að uppfæra einkatölvuna sína. Hvað er í stöðunni þegar tölvan er ekki lengur að keyra nýja leiki eins vel og ´áður? Er málið að halda áfram að lækka gæðin í leikjunum og/eða upplausn þeirra? Kannski er komin tími á nýja vél og/eða uppfærslu. Þegar talað er um slíkt þá er oftast átt við að viss vélbúnaður, eins og örgjafi (Intel/AMD), eða skjákort (Nvidia/AMD), sé að halda aftur af getu hinna hluta PC vélarinnar. Þessara spurninga er ég er búinn að spyrja…

Lesa meira

Sony hefur kynnt nýja uppfærslu við PlayStation Plus áskriftarþjónustuna sem verður aðgengileg í næsta mánuði. Við fyrstu sýn virðist vera heldur flókið að ákveða hvaða áskriftarplan hentar hverjum og einum best en við reynum að útskýra það nánar hér fyrir neðan. Það er ekki en komið á hreint eins og er hvaða leiðir verða í boði á íslensku PSN búðinni, en samkvæmt okkar heimildum skýrist það vonandi fljótlega,við munum færa ykkur fréttir um það strax og við vitum hvernig þetta mun koma út. Áskriftarplönin sem verða í boði eru: PlayStation Plus Essential Er sambærilegt og PS+ er í dag og…

Lesa meira

Japanski útgefandinn Square Enix hefur selt stóran hluta af leikjafyrirtækjum sínum á Vesturlöndum ásamt yfir 50 hugverksréttum til Embracer Group fyrir rétt um $300 milljón dollara eða um 39 milljarða króna.  Salan, sem ætti að ganga í gegn í september á þessu ári, mun gera Embracer að eigendum leikjaframleiðenda á borð við Crystal Dynamix, Eidos Montreal og Square Enix Montreal, ásamt því að eiga réttinn af leikjaseríum eins og Tomb Raider, Deus Ex, Thief og Legacy of Kain. Með kaupunum fylgja um 1100 starfsmenn fyrirtækjanna. Crystal Dynamix er nú þegar búið að staðfesta að fyrirtækið sé að vinna að gerð…

Lesa meira

Í júní á þessu ári mun High Isle viðbótin fyrir The Elder Scrolls Online koma út á PC, Mac, PS4, PS5, Xbox One og Xbox Series X|S. The Elder Scrolls Online er MMORPG-leikur frá ZeniMax Online Studios og útgefandanum Bethesda Softworks. Þetta verður sjötta stóra viðbótin við leikinn síðan að hann kom út árið 2014. Við höfum fengið að sjá heima Morrowind, Summerset, Elsweyr, Greymoor og Blackwood á síðustu árum sem hafa bætt við nýjum landsvæðum í heimi Elder Scrolls ásamt að bæta við ýmsum nýjungum eins og nýja klassa til að spila, Battlegrounds PvP, ótal nýja hæfileika, dýflissur til…

Lesa meira

Að læra að sleppa takinu, það er eitthvað sem persónan Akito þarf að kljást við í gegnum sögu leiksins Ghostwire: Tokyo frá japanska fyrirtækinu Tango Gameworks og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5 og PC. Flest okkar hafa upplifað einhvern missi í gegnum lífið, sumt stærra en annað og eitthvað sem skilur eftir sig varanlegt ör á sálinni. Þetta er þema sem leikurinn reynir að skoða með misgóðum árangri. Ghostwire gerist í nútíma Tókýó borg þar sem 99% íbúanna hverfa og eina sem er eftir af þeim eru fötin sem þau voru í. Dularfullir goðsagnakenndir andar herja á borgina…

Lesa meira

Er hægt að halda í mennska hlutann af sér á meðan heimurinn fer til fjandans, það er spurningin sem leikurinn Dying Light 2 reynir að varpa fram. Hvernig tekst svo upp að svara þeirri spurningu? Hefur biðin eftir leiknum verið þess virði? Pólska fyrirtækið Techland, sem voru helst þekktir fyrir vestra leikina Call of Juarez, hittu í mark árið 2011 með uppvakningaleiknum Dead Island sem var opinn sandkassaleikur þar sem leikmenn börðust við uppvakninga í hitabeltisparadís. Dying Light spratt upp úr vinnu við framhald Dead Island og var ákveðið að gera nýja seríu þar sem leikurinn fór í aðrar áttir.…

Lesa meira

Tækni- og leikjarisinn Microsoft ákvað að byrja árið með risabombu og tilkynnti að fyrirtækið hefði náð samkomulagi við Activision Blizzard um kaup á fyrirtækinu fyrir tæplega 70 milljarða Bandaríkjadali sem gera um 9 billjónir íslenskra króna eða 9 þúsund milljarða á núverandi gengi. Þetta eru stærstu kaup Microsoft hingað til og með þeim er Microsoft orðið þriðja stærsta leikjafyrirtæki í heimi á eftir kínverska fyrirtækinu Tencent og japanska fyrirtækinu Sony. Þessi kaup eru háð samþykki stjórnvalda og samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjum. Á meðan þau fara yfir það munu Xbox-deild Microsoft og Activision Blizzard áfram starfa sem sjálfstæðar einingar. Áætlað er að…

Lesa meira

Í endurvöknum liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar níundi viðmælandi er Hallbjörn Sigurður Guðjónsson. Hann Bjössi eins og hann er oft kallaður, hefur rekið tölvuleikja og nördabúðina Gamestöðina í Kringlunni frá árinu 2016 og þekkir vel til bransans ásamt að vera einn helsti Star Trek aðdáandi landsins. Hver er maðurinn og hvaðan ertu? Hallbjörn heiti ég og kem ég úr Hafnarfirði. Hvað er starfstitillinn þinn? Er með svo marga starfstitla. Eigandi, framkvæmdastjóri, innkaupastjóri, markaðsstjóri, verslunarstjóri, sölumaður, skúringarmaður o.s.fv. Hvernig endaðir þú svo í þessum bransa? Það var nú bara þannig að…

Lesa meira