Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Square Enix selur Embracer Group vestræna leikjadeild sína
    Fréttir

    Square Enix selur Embracer Group vestræna leikjadeild sína

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson3. maí 2022Uppfært:3. maí 2022Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Japanski útgefandinn Square Enix hefur selt stóran hluta af leikjafyrirtækjum sínum á Vesturlöndum ásamt yfir 50 hugverksréttum til Embracer Group fyrir rétt um $300 milljón dollara eða um 39 milljarða króna. 

    Salan, sem ætti að ganga í gegn í september á þessu ári, mun gera Embracer að eigendum leikjaframleiðenda á borð við Crystal Dynamix, Eidos Montreal og Square Enix Montreal, ásamt því að eiga réttinn af leikjaseríum eins og Tomb Raider, Deus Ex, Thief og Legacy of Kain. Með kaupunum fylgja um 1100 starfsmenn fyrirtækjanna.

    Crystal Dynamix er nú þegar búið að staðfesta að fyrirtækið sé að vinna að gerð á nýjum Tomb Raider leik sem notast við Unreal Engine 5 leikjavélina.

    Embracer sagði í tilkynningu um kaupinn að „þeir sjá tækifæri að fjárfesta í þessum seríum“ (Tomb Raider og Deus Ex), „ásamt öðrum eldri hugverkum og nýjum titlum.“

    Leikir eins og Life is Strange, Just Cause og Outriders eru ekki hluti af þessum kaupum né framleiðendur þeirra leikja.

    Það er athyglisvert að sjá hve lágt lágt kaupverðið er á þessum fyrirtækum sérstaklega í ljósi þess að  bæði Microsoft og Sony hafa verið að kaupa leikjafyrirtæki fyrir talsvert hærri upphæðir. Sony borgaði til að mynda $3.6 biljón dollara fyrir Bungie og Embracer sjálfir borguðu $1.3 biljón dollara fyrir Gearbox Software hönnuði Borderlands leikjanna. Reyndar er Embracer ekki að kaupa allt Square Enix svo það útskýrir trúlegast verðið á kaupunum.

    Líklegt hafa vonbrigði Square Enix með árangur Tomb Raider, Deus Ex og Thief leikja síðustu ára haft eitthvað að segja með kaupverðið. Square Enix hefur sett mikið út á að þessir leikir hafa verið að valda þeim vonbrigðum á meðan farsímaleikir og MMO-leikir hafa verið að skila þeim meiri tekjum síðustu árin.

    Það þarf ekki að horfa lengra til baka en til febrúar á þessu ári með leikinn Guardians of the Galaxy frá Eidos Montreal sem fékk fína dóma en náði ekki að seljast í þeim tölum sem Square Enix vildi, sama má segja um Rise of the Tomb Raider og Deus Ex: Mankind Divided. Hvað þá blessaði Marvel Avengers leikurinn sem fyrirtækið virðist hafa veðjast stórt á og engan vegin náð að ganga upp.

    Embracer Group er orðið risa batterí í dag með höfuðstöðvar í Karslstad í Svíþjóð og á fyrirtækið meðal annars Koch Media/Deep Silver, THQ Nordic, Coffee Stain, Saber Interactive, Gearbox Entertainment en alls 119 fyrirtæki eru undir hatti Embracer Group.

    Hvernig þessi samþjöppun síðustu ára í leikjabransanum mun reynast þegar líður á mun koma í ljós og vonandi halda áfram að færa okkur spennandi leiki.

    Heimild: Eurogamer og Embracer Group

    Deus Ex Eidos Embracer Group pc ps4 PS5 square enix Thief Tomb Raider xbox one Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaThe Elder Scrolls: High – The Legacy of the Bretons
    Næsta færsla Sony kynnir nýjar PS áskriftaleiðir
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    6. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    • Það sem við vitum um Gang of Frogs
    • Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn
    • Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.