Football Manager leikjaserían er fótboltaunnendum vel kunnug og er FM 24 sá tuttugasti frá Sports Interactive síðan að Championship Manager serían leið undir lok. Við hjá Nördinum höfum fjallað um leikina síðustu árin, bæði á PC og síðan leikjavélum Microsoft og Sony. Hérna má lesa okkar umfjallanir um þá leiki FM19 FM21 Xbox Edition FM22 FM23 og FM23 console Hvað er nýtt í FM 24? Hegðun, kaup og sölur leikmanna ásamt breytingu á spilun eins og aukaspyrnur og horn er það helsta sem stendur upp úr þetta árið. Hægt er að halda áfram með FM 23 vistun í FM 24…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Í kringum árið 1200 f. kr á bronsöldinni þá er Egyptaland í vanda. Faraóinn Merneptah þarf að velja hver mun taka við af honum og leiða landið í gegnum þá erfiðu tíma sem fram undan eru. Þeir sem berjast um að taka við af honum eru: Ramesses III eða „stríðs Faraóinn“, er einn af bestu herforingjum Egyptalands og vill skáka Ramesses II nafna sínum á alla vegu.Seti er útnefndur arftaki Merneptah. Verst að hann er bilaður og miskunnarlaus og sér lítinn tilgang í pólitískum leikjum.Tausret eiginkona Seti sem er jafn metnaðarfull og hann ef ekki meira. Hún er oft vanmetinn…
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu liðin 15 ár síðan að fyrsti Assassin’s Creed leikurinn kom út frá Ubisoft. AC: Mirage er þrettándi leikurinn í seríunni og sá fyrsti í þrjú ár eða síðan að AC: Valhalla kom út. Þessi nýjasti leikur byrjaði einmitt líf sitt sem aukaefni fyrir þann leik. Áður höfðu komin út aukapakkarnir; Wrath of the Druids, The Siege of Paris og síðan Dawn of Ragnarök. Þessar viðbætur við AC: Valhalla stækkuðu söguheiminn ásamt að kafa dýpra í baksögu margra aðalpersóna leiksins Eivör, Sigurð fóstbróður hennar og Basim Ibn Is’haq sem hann kynntist…
Eftir að ýmsar fréttir höfðu lekið út á síðustu vikum, þá hefur Japanski tæknirisinn Sony staðfest að það sé á leiðinni straumlínulagaðri útgáfa af PlayStation 5. Uppfærða útgáfan mun koma út í nóvember á heimsvísu og vera með sömu vélbúnaðar „spekka“ og núverandi vélar bara í smærra formi. Þessi smærri útgáfa mun verða fáanleg í tveimur útgáfum eins og er í boði í dag. PlayStation 5 sjálf með diska drifi og stafræna útgáfu vélarinnar. Þessar munu taka pláss eldri véla þegar þær eru uppseldar á markaðnum. Í Bandaríkjunum mun diskadrifs vélin kosta $499 Dollara eða um 70 Þúsund krónur. Þá…
Frá örófi alda hefur maðurinn horft upp til himinsins og íhugað hvað sé eiginlega þarna? Með tilkomu rökrænnar hugsunar, heimspeki, vísinda og fleira byrjaði mannkynið að skoða stjörnurnar nánar og hugsa hvort við værum ein í heiminum eða hvort fjarlægar plánetur gætu geymt líf og/eða önnur leyndarmál. Við erum því miður talsvert frá því að kanna nálægar stjörnur í kringum okkar eigin sólkerfi og þar í kring, en þangað til höfum við bækur, kvikmyndir og tölvuleiki til að leyfa ímyndunarafli okkar lausum hala á meðan. Tölvuleikurinn Starfield er að sögn framleiðenda, Bethesda Softworks, búinn að vera um 10 ár í…
Leikjarisinn Sony heldur áfram að gefa út stóra PlayStation leiki á PC vélar þar sem en fleiri geta upplifað þá. Við höfum áður fjallað um Spider-Man leikina, The Last of Us Part 1, Uncharted safnið, einnig má nefna leiki eins og Days Gone, Death Stranding, Journey og aðra sem eru einnig til á PC í dag. Að mestu hafa þessar útgáfur komið vel út og gert góða leiki enn betri og kynnt þá fyrir fólki sem spilar vanalega ekki á leikjavélum Sony. Það er líklega The Last of Us Part 1 sem helst má nefna sem útgáfu sem hefði verið…
Remedy hefur tilkynnt um að væntanlegi hryllingsleikur þeirra Alan Wake 2 muni seinka um 10 daga og er væntanlegur í verslanir þann 27. október. Í fréttatilkynningu frá finnska fyrirtækinu var nefnt að októbermánuður væri að vera frekar þéttur í leikjaútgáfunni og þeir vildu gefa fólki meiri tíma til að ná að spila það helsta. „Október er frábær mánuður fyrir tölvuleiki og við vonum að þessi tilfærsla muni gefa fólki meira svigrúm að njóta uppáhalds leikja þeirra,“ sagði Remedy. Alan Wake 2 átti að koma út í sömu viku og Spider-Man 2 frá PlayStation og Insomniac Games. Fyrsti Alan Wake leikurinn…
Hinn klassíski skotleikur Quake II frá árinu 1997 hefur fengið uppfærða útgáfu sem er nú fáanleg á Game Pass á PC og Xbox Series X|S, Xbox One, Steam, Gog, Epic Game Store, Nintendo Switch, PlayStation 4 og PlayStation 5. Þessi nýja útgáfa er unnin af Nightdive Studios sem hafa síðustu árin sérhæft sig í að gera eldri klassíska leiki spilanlega á nýjum vélbúnði og oft uppfæra þá eitthvað í leiðinni. Fyrirtækið tók einmit fyrir upprunalega Quake leikinn fyrir tveimur árum með mjög góðum árangri. Hérna má sjá sýnishorn úr þessari nýju útgáfu: Upplifið upprunalega leikinn, nú enn betri Spilið upprunalegu…
Bethesda Game Studios hefur gefið út þrenn myndbönd sem kynna fólk og borgir Starfield leiksins sem verður hægt að heimsækja. Í Supra Et Ultra (á Latínu “Above and Beyond”) sjáum við Kent ungan flugmann sem dreymir um að búa við betri lífstíl í fínari hlutum New Atlantis. Hann gengur til liðs við UC Vanguard og vinnur sig upp í tign, en áttar sig fljótt að bestu ævintýrin er að finna út í geimnum. Where Hope Is Built sjáum við Vanna munaðarleysingja eftir stríðsátök og dreymir sleppa út fátæki Akila City og kanna stjörnurnar á sínu eigin geimskipi. Leit hennar að varahluti…
Í síðustu viku kom út nýjasta viðbótin fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO). Pakkinn kallast Necrom og gerist á Telvanni landsvæðinu undan ströndum Vvardenfell þar sem Morrowind gerist. Einnig gerist hluti ævintýrsins í heimi guðsins Hermaeus Mora, Apocrypha. Í ESO: Necrom heldur sagan áfram úr Shadow over Morrowind sem hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma. Hér er kafað dýpra í Telvanni húsið sem er eitt af því sterkasta í Morrowind og ræður yfir hluta Vvardenfell og Telvanni skaganum. Þeir neituðu að ganga til liðs við Ebonheart sem er einn af þremur hópum sem leikmenn geta valið…