Fréttir

Birt þann 11. október, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Sony kynnir uppfærðar PS5 vélar

Eftir að ýmsar fréttir höfðu lekið út á síðustu vikum, þá hefur Japanski tæknirisinn Sony staðfest að það sé á leiðinni straumlínulagaðri útgáfa af PlayStation 5. Uppfærða útgáfan mun koma út í nóvember á heimsvísu og vera með sömu vélbúnaðar „spekka“ og núverandi vélar bara í smærra formi.

Þessi smærri útgáfa mun verða fáanleg í tveimur útgáfum eins og er í boði í dag. PlayStation 5 sjálf með diska drifi og stafræna útgáfu vélarinnar. Þessar munu taka pláss eldri véla þegar þær eru uppseldar á markaðnum. 

Í Bandaríkjunum mun diskadrifs vélin kosta $499 Dollara eða um 70 Þúsund krónur. Þá má gera ráð fyrir að verðin hérna heima á Íslandi verði nærri lagi og er nú í dag í helstu verslunum landsins. Stafræna útgáfan mun kosta $449 Dollara sem er $50 Dollara hækkun frá núverandi verði vélarinnar í Bandaríkjunum. 

Það sem er helsta við þessar nýju útgáfur er að vélin hefur smækkað í ummáli um meira en 30% að sögn Sony og er einnig léttari. Hliðar vélarinnar eru nú fjórar í stað þeirra tveggja sem hafa verið. Hægt er að skipta þeim út eins og hefur verið hægt með eldri týpuna, Sony á eftir að kynna hvaða litir og slíkt verða í boði fyrir vélarnar. 

Það sem er nýtt við stafrænu PS5 í ár er að það verður hægt að uppfæra vélina síðar með diskadrifi til að geta spilað PS4 og PS5 diska ásamt Blu-Ray og Ultra HD-Blu-Ray diska. Drifið mun kosta $80 í Bandaríkjunum, sem gerir þessar útgáfu dýrari en að kaupa bara strax PS5 vél með diskadrifi.  

Láréttur standur mun fylgja með nýju PS5 vélunum. Það verður einnig í boði Lóðréttur standur sem verður hægt að kaupa stakann á 29.99 USD | 29.99 EURO | 24.99 GBP | 3,980 JPY eða um 4.200 krónur.

Báðar útgáfur PS5 munu verða með 1TB innværan ssd disk, áður hafði bara verið 884GB í boði og af því var einungis 667GB laus fyrir leiki og annað slíkt. 

Í raun er þetta að mestu útlits breyting á PlayStation 5 og er ólíklegt að núverandi eigendur vélanna munu vilja skipta þeim út, það á eftir að skýrast nánar þegar nær dregur hvernig Sony hefur náð að gera vélarnar smærri og ódýrari í framleiðslu. Má búast við að helstu tækni síður og youtube rásir verða snögg að rífa vélarnar í sundur þegar þær koma út í nóvember. 

Við færum ykkur fréttir um staðfest verð hér á Íslandi þegar við vitum meira. 

Heimild: Kotaku

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑