Fréttir

Birt þann 30. janúar, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Sony hefur árið á State of Play kynningu

Eftir rólega byrjun á árinu, þá er leikjaiðnaðurinn að vakna til lífsins á ný.

Sony hefur tilkynnt fyrsta State of Play viðburðinn fyrir árið, hann er á morgun þann 31. Janúar um 22:00 að Íslenskum og Breskum tíma. Sony hefur sagt að þetta verður um 40 mín streymi þar sem um 15 leikir koma við sögu. Leikirnir Stellar Blade og Rise of the Ronin fá lengri kynningu.

Síðasta State of Play sem var í September í fyrra, einblýndi á leiki eins og, Avatar: Frontiers of Pandora, Baby Steps frá hönnuði Getting over it og nánari kynningu á Helldivers 2.

Síðan er ávallt von um eitthvað óvænt eins og stundum gerist.

Leikjabransinn hefur breyst síðustu árin og eru framleiðendur og útgefendur leikja að fókusa meira á smærri viðburði dreifða yfir árið, sérstaklega nú þar sem risa leikjasýningin E3 hefur sungið sitt síðasta.

Á svo að kíkja á kynningu Sony á morgun?

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑