Author: Sveinn A. Gunnarsson

Sýndur var blóðug og grimm stikla á E3-kynningu Bethesda, sem getur bara þýtt eitt. Og það er meira af DOOM! Leikurinn frá 2016 var tær snilld og kom mikið á óvart, sérstaklega eftir vandræði tengd framleiðslu hans. Leikurinn kom út fyrir Nintendo Switch í fyrra og kom vel út á þeirri leikjatölvu. Betri vopn, fleiri djöflar, eyðilegging á jörðinni, allt er þetta hluti af nýja leiknum. QuakeCon í ágúst mun verða vetvangurinn fyrir nánari kynningu af leiknum og var þessi stutti hluti bara til að gera fólk spennt. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

Bethesda hefur haldið árlega kynningu undanfarin fjögur ár þar sem fyrirtækið hefur kynnt sína tölvuleikjatitla. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu árin með kaupum á fyrirtækjum eins og id Software, Arkane Studios, Tango Gameword og Machine Games og eru 10 fyrirtæki innan vébanda þess í dag. Rage 2 er unnin af sænska fyrirtækinu Avalanche Studios og id Software sem gerðu fyrsta Rage leikinn. Leikurinn lítur út fyrir að vera blanda af Fallout og Mad Max. Heppilegt að Avalanche gerðu Mad Max leikinn árið 2015 sem var mjög góður að okkar mati. Leikurinn virðist vera miklu opnari en Rage 1, en spilarar…

Lesa meira

Nýtt sýnishorn úr nýjasta leik CD Project Red, Cyperpunk 2077, var sýnt á E3-kynningu Microsoft. Nýja stiklan gefur góða hugmynd af sögusviði leiksins sem er uppfullur af áhugaverðri tækni. Leikurinn byggir á Cyberpunk D&D hlutverkakerfinu sem svo margir halda upp á. Að fá svona stóran leik í slíkum heimi er mjög spennandi, engin dagsetning var uppgefin. Cyberpunk 2077 ætti að skila sér á PC, Xbox One og PS4 þegar hann verður gefinn út, nema hann færist eitthvað til í átt að næstu kynslóð leikjatölva. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

Gears of War POP fígúrur koma á skjáinn og mæta á iOS og Google PlayStore í nýjum leik sem heitir Gears Pop. Gears Tactics er væntanlegur á PC í herkænsku leik í anda X-Com leikjanna. Rod Ferguson hjá Coallition Studios staðfestir á E3-kynningu Microsoft að fyrirtækið er að vinna að gerð Gears of War 5. Cade, JD Fenix og Marcus Fenix mæta nýrri ógn og kanna ný leyndarmál. Umhverfin eru fjölbreytt og má sjá frumskóga og kalda vetrarheima í nýju sýnishorni. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

Heimurinn er í rústi og þú ert staddur í „nútíma miðöldum“. Nú eiga ákvarðanir leikmanna eftir að hafa áhrif á heiminn sem þú spilar í. Í leiknum er að finna nokkuð djarfa blöndu af Parkour-spilun og RPG-leik.  Í Dying Light 2 ráða fylkingar borginni og þurfa leikmenn að eiga við þær. Í einu verkefni sem var sýnt úr þá þarf persónan að hjálpa til við að koma vatni til fólks og þess hóps sem stjórnar. En þínar ákvarðanir munu hafa misgóðar afleiðingar í för með sér fyrir þig og fólkið í borginni. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

Nýtt sýnishorn úr Metro: Exodus var sýnt á E3-kynningu Microsoft þetta árið. Að þessu sinni hefur yfirborð heimsins stærra hlutverki en áður. Ekki leiðinlegt að heyra smá Massive Attack tóna í stiklunni sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 22. febrúar 2019, sem virðist ætla að verða stór og dýr dagur fyrir veski leikjaunnenda. Hinn eyðilagði heimur Metro er stærri og grimmari en nokkru sinni áður og verður gaman að sjá hvert þessi leikur fer með seríuna. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

The Division 2 færir hasarinn til Washington DC. Bandaríkin eru á barmi borgarastríðs og þurfa leikmenn að berjast til að halda landinu saman aftir atburði fyrsta leiksins og sjúkdómsins sem þurrkaði út svo marga. Það hafa liðið sex mánuðir frá atburðum síðasta leiks og gerist leikurinn núna að sumri til. Co-op samvinna er enn og aftur aðalmálið. The Division 2 verður gefinn út 19. mars 2019. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Lesa meira

Microsoft kynnti nýjan Forza-leik á E3 kynningu sinni í kvöld. Heimurinn er mjög stór að þessu sinni. Leikurinn gerist í Bretlandi og eiga árstíðirnar eftir að spila stóran þátt í leiknum þar sem þær munu hafa bein áhrif á spilun leiksins. Hægt verður að spila leikinn saman í opnum heimi í 60 fps á Xbox One X. Nú á að vera auðveldara en áður að spila saman en áður og munu allir leikmenn upplifa árstíðirnar á sama tíma. Forza Horizon 4 kemur út 2. október á þessu ári og er hluti af Games Pass við útgáfu. Viltu fleiri fréttir frá…

Lesa meira

Á E3 kynningu Microsoft þetta árið var sýnt fyrsta sýnishornið úr leiknum Sekiro: Shadows Die Twice, sem fólk var að veðja á að væri Bloodborne 2 þegar hann var fyrst kynntur. Leikurinn er frá From Software og gefinn út af Activision. Sekiro: Shadows Die Twice gerist í Japan og sýnir hetju sem missir hendina og fær dularfulla hendi í staðinn sem leyfir honum að grípa sig áfram og óvini. Þetta er klárlega Souls-tegund af leik og líklega munu leikmenn deyja mjög oft áður en endirinn kemur. Hidetaka Miyazaki mun leiða vinnuna á leiknum en hann leiddi vinnuna m.a. á Dark…

Lesa meira

Todd Howard frá Bethesda Game Studios mætti á Microsoft-sviðið á E3 þetta árið til að kynna Fallout 76. Hann ræddi 16 ára samvinnu fyrirtækins við Microsoft frá útgáfu Morrowind á Xbox árið 2004. Hann tilkynnti að Fallout 4 myndi mæta á Game Pass þjónustu Microsoft í dag, og er klárlega verið að pumpa þá þjónustu upp. Fallout 76 gerist á undan öllum öðrum leikjum í seríunni hingað til. Heimurinn á að vera fjórum sinnum stærri en sést hefur í fyrri Fallout leikjum. Leikmenn koma úr birgjum sínum eftir að heimurinn hefur eyðilagst í kjarnorkustríði. Leikurinn gerist í Vestur-Virginiu fylki og…

Lesa meira