Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Heimurinn í Fallout 76 verður risavaxinn

Todd Howard frá Bethesda Game Studios mætti á Microsoft-sviðið á E3 þetta árið til að kynna Fallout 76. Hann ræddi 16 ára samvinnu fyrirtækins við Microsoft frá útgáfu Morrowind á Xbox árið 2004. Hann tilkynnti að Fallout 4 myndi mæta á Game Pass þjónustu Microsoft í dag, og er klárlega verið að pumpa þá þjónustu upp.

Fallout 76 gerist á undan öllum öðrum leikjum í seríunni hingað til. Heimurinn á að vera fjórum sinnum stærri en sést hefur í fyrri Fallout leikjum. Leikmenn koma úr birgjum sínum eftir að heimurinn hefur eyðilagst í kjarnorkustríði. Leikurinn gerist í Vestur-Virginiu fylki og lítur út eins og Fallout 4 og virðist keyra á sömu leikjavél. Fallout 76 gerir út á það að endurbyggja heiminn á ný eftir stríðið og við eigum trúlega eftir að sjá meira úr leiknum þegar Bethesda heldur sína kynningu í nótt.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑