Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Rage 2 lítur út fyrir að vera blanda af Fallout og Mad Max

Bethesda hefur haldið árlega kynningu undanfarin fjögur ár þar sem fyrirtækið hefur kynnt sína tölvuleikjatitla. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu árin með kaupum á fyrirtækjum eins og id Software, Arkane Studios, Tango Gameword og Machine Games og eru 10 fyrirtæki innan vébanda þess í dag.

Rage 2 er unnin af sænska fyrirtækinu Avalanche Studios og id Software sem gerðu fyrsta Rage leikinn. Leikurinn lítur út fyrir að vera blanda af Fallout og Mad Max. Heppilegt að Avalanche gerðu Mad Max leikinn árið 2015 sem var mjög góður að okkar mati.

Leikurinn virðist vera miklu opnari en Rage 1, en spilarar kvörtuðu einmitt mikið undan því hve línulegur hann var. Í Rage 2 er baráttunni gegn Authority hernum haldið áfram, en þeir vilja ná völdum í heiminum og þeim auðlindum sem lofsteinninn sem eyddi lífi á jörðinni skildi eftir sig.

Leikurinn virðist ætla að vera gott „dumb fun“ og kemur út vorið 2019.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑