Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Nýtt sýnishorn úr Metro: Exodus

Nýtt sýnishorn úr Metro: Exodus var sýnt á E3-kynningu Microsoft þetta árið. Að þessu sinni hefur yfirborð heimsins stærra hlutverki en áður. Ekki leiðinlegt að heyra smá Massive Attack tóna í stiklunni sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 22. febrúar 2019, sem virðist ætla að verða stór og dýr dagur fyrir veski leikjaunnenda. Hinn eyðilagði heimur Metro er stærri og grimmari en nokkru sinni áður og verður gaman að sjá hvert þessi leikur fer með seríuna.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑