Author: Sveinn A. Gunnarsson

Phil Spencer yfirmaður Xbox hjá Microsoft mætti á sviðið á E3 kynningu fyrirtæksins í ár og ræddi um hve mikilvægir tölvuleikir og hönnun þeirra eru fyrir Microsoft. Leikir tengja fólk saman og nú eru um tveir milljarðar manns sem spila tölvuleiki og sú tala fer hækkandi. Mikil áhersla er lögð á að fólk geti spilað saman hvar sem er og á hvaða tæki sem er. Nokkuð ljóst að þetta er hluti af framtíðarstefnu þeirra. Batman: Arkham Knight, Metro Exodus, Hollow Knight og Borderlands: The Handsome Collection bættust við í Game Pass þjónustuna í dag. Xbox Game Pass á PC er…

Lesa meira

CD Project Red sýndi nýtt sýnishorn úr Cyberpunk 2077 á E3 tölvuleikjasýningunni. Persónan V sem leikmenn spila sem, er sýndur fara til grunsamlegs gaurs til að selja tölvukubb. Það er síðan sýnt endurlit þar sem fylgt er blóðuguri leið. Eins og við er að búast þá er nóg um svik á meðal óþokka sem voru ekki sáttir við þá auknu athygli sem ránið olli. Holy móli, Keanu Reeves vekur upp V eftir að allt fer úrskeiðs og mætir síðan á sviðið á E3 og áhorfendur missa sig af spenningi. Hann mun leika hinn fræga Johnny Silverhand og mun ljá leiknum…

Lesa meira

Microsoft lofuðu ótal leikjum þetta árið, 60 leikjum samtals og þar af 14 frá Microsoft risanum sjálfum. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir stóðu við það loforð. Leikirnir voru þó misstórir og mikið af smærri og indí leikjum var þar að finna. Ori and the Will of the Wisp fékk nýtt sýnishorn og útgáfudag. Leikurinn er í anda Metroid leikjanna og kom fyrsti leikurinn í seríunni skemmtilega á óvart fyrir góða sögu, útlit og spilun. Kemur út 11. febrúar 2020. Minecraft: Dungeons er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur þar sem vinir geta spilað saman í gegnum…

Lesa meira

Fyrsti leikurinn á sviðinu hjá Microsoft á E3 2019 kynningu þeirra í ár var hlutverkaleikurinn, The Outer Worlds frá Obsidian Entertainment sem nú hefur fengið útgáfudag. Microsoft kynntu á E3 2018 að það hefði keypt Obsidian, en Outer World útgáfurétturinn er þó enn í höndum Private Division fyrirtækisins. Leikurinn kemur út þann 25. október á þessu ári fyrir PC, PS4 og Xbox One og mun verða hluti af Game Pass þjónustu Microsoft frá byrjun og frír að spila sem hluti af áskriftinni. Við fengum síðan að sjá nýtt sýnishorn úr leiknum sem má sjá hér fyrir neðan.

Lesa meira

Síðan að skotleikurinn Battlefield V kom út í fyrra hefur það reynst pínu strembið fyrir EA og sænska fyrirtækið DICE að ná inn á mjög vinsælan markað sem fríir leikir ráða öllu í dag og samkeppnin gríðalega mikil. Nýtt kort er kynnt til sögunnar. Marita sem gerist í Grikklandi og þar þarf að berjast í skógum og þröngum og gömlum þorpsgötum þar sem hvert svæði skiptir máli. Áherslan er lögð á fótgangandi hermenn í þessu borði. Hæð borðsins skiptir máli og borgar sig að vera með augu í hnakkanum þegar það kemur út í júlí sem hluti af fjórða kafla…

Lesa meira

Nýtt ár, nýr FIFA. Eins og sumarið leysir af veturinn þá er víst að EA muni gefa út nýjan FIFA fótboltaleik. FIFA 20 mun innihalda Volta fótbolta. Þetta minnir okkur mikið á gömlu FIFA Street leikina þar sem áhersla er lögð á smærri spilun með færri leikmönnum og jafnvel engum markmönnum. Hægt verður að notast við alla leikmennina sem eru í leiknum ásamt liðum. Hægt verður að spila á fjölbreyttum leikvöngum eins og á þaki byggingar í Tókíó, búri í London eða undir hraðbraut í Hollandi. 3 á móti 3, 4 á móti 4 og 5 á móti 5 og…

Lesa meira

Leikjasýning E3 2019 (Electronic Entertainment Expo), er ein sú stærsta í heiminum og er haldin árlega í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta árið er útgáfurisinn EA (Electronic Arts) fyrstur á svæðið með sína kynningu. Fyrrum IGN liðinn og núverandi Youtube stjarnan Greg Miller er kynnirinn fyrir kynningu EA. Star Wars: Jedi Fallen Order leikur EA og Respawn Entertainment byrjar EA Play 2019 kynninguna og hefur vægast sagt gengið brösulega síðustu árin hjá EA við gerð Star Wars leikja, hvað þá góðan Star Wars leik. Stig Asmussen sem leiddi vinnuna á bakvið God of War III og Vince Zampella frá Respawn…

Lesa meira

Upprunalegi Rage frá id Software kom út árið 2011 og fékk blenda dóma, hann innihélt góða fyrstu persónu skothluta en var veikur á sögu og opin heim, ásamt vissum tæknigöllum. Nú hefur id Software fengið Avalanche Studios með sér í lið til að búa til stærri og opnari heim ein áður og bæta upp mikið af göllum fyrri leiks. Hvernig tekst það svo upp? Rage 2 lofar litríkri útgáfu af heimi sem er að rísa upp á ný eftir hörmungarnar sem Apophis lofsteinninn olli á jörðinni um 130 árum áður en saga nýja leiksins hefst. Árið er 2165 og hafa…

Lesa meira

Það er erfitt að halda hlutum leyndum á internetinu í dag og það sannaðist þegar upplýsingum um nýjasta Ghost Recon leikinn var lekið á netið á undan leikjakynningu Ubisoft sem átti að fara fram um kvöldið þann 9. maí. Lekinn innihélt mynd af safnútgáfu leiksins og staðfesti leikinn jafnframt nafnið á nýja leiknum. Ghost Recon Breakpoint verður fjögurra manna co-op leikur sem kemur út þann 4. október á þessu ári á PC, PlayStation 4 og Xbox One. Leikurinn er framhald Ghost Recon: Wildlands sem kom út árið 2017 og fékk fína dóma og seldist vel. Að þessu sinni verður meiri…

Lesa meira

RAGE 2 frá id Software og Avalanche Studios kom út í vikunni. Í tilefni þess hefur útgefandi leiksins, Bethesda, gefið út útgáfustiklu fyrir leikinn og er ljóst að leikurinn reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi ólíkt síðasta RAGE leik sem var talsvert líkari Mad Max heldur en Borderlands. Það verður gaman að sjá hvernig samvinna id Software og sænska fyrirtækisins Avalanche Studios kemur út. Hið síðar nefnda gerði eimmit Mad Max leikinn sem kom út árið 2015 og var óvenjulega góður. Þeir munu sjá um opna hluta leiksins og faratækin á meðan id Software sér um skothlutann. Bethesda hefur síðan…

Lesa meira