Útgefandinn Bethesda Softworks heldur áfram að leit á slóðir eldri Elder Scrolls leikja með nýjustu viðbótinni við The Elder Scrolls Online: Blackwood. Nú er sótt í viðjar The Elder Scrolls IV: Oblivion frá árinu 2006 og hluta af svæðinu sem sá leikurinn gerðist í eins og borgirnar Leyawiin og Gideon og sem eru í Blackwood í syðri hluta Cyrodil. Við á Nörd Norðursins höfum fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset, Elsweyr og Greymoor. Eins og aðrir ESO leikir þá eiga hlutirnir hér sér stað um 800 árum á undan sögu TES…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Eftir um þrettán ára fjarveru frá leikjavélum Microsoft þá snýr Football Manager serían aftur til leiks sem Football Manager Xbox Edition sem kom út fyrir stuttu á Xbox One, Xbox Series X|S leikjavélarnar og Xbox á PC. Síðasta útgáfa þessarar vinsælu útgáfu var Football Manager 2008 fyrir Xbox 360, svo það er talsvert síðan að þessi sería var fáanleg fyrir þá sem kjósa að spila upp í sófa heima fyrir framan sjónvarpið. Það hafa komið út farsíma- og spjaldtölvuútgáfur á hverju ári að auki við útgáfu á Nintendo Switch síðustu þrjú árin. Þeir sem eiga tölvur sem keyra Windows, MacOs…
Hvað myndi gerast ef að Assassin’s Creed serían frá Ubisoft og The Legend of Zelda frá Nintendo myndu sameinast í einum tölvuleik? Það er ekki ólíklegt að útkoman yrði eitthvað svipað og Immortals: Fenyx Rising. IFR, eins og ég mun nota framvegis í textanum, er leikur sem spratt upp úr vinnu Ubisoft Quebec við AC Odyssey fyrir nokkrum árum síðan. Leikurinn var fyrst kynntur á E3 2019 ráðstefnunni sem Gods and Monsters en fékk ári síðar nafnið Immortals: Fenyx Rising. Ubisoft sagði að breytingin væri til að undirstrika áherslu á Fenyx persónuna sem hetju leiksins en það er líklegt að…
Í síðustu viku kom út uppfærð útgáfa af hryllingsleiknum Observer. Leikurinn er hannaður af pólska fyrirtækinu Blooper Team sem hefur gert hryllingsleikina Layers of Fear, Layers of Fear 2 og Blair Witch. Fyrirtækið er núna að vinna að leiknum The Medium fyrir PC og Xbox Series X/S sem er væntanlegur 28. janúar 2021. Hér er hægt að lesa gagnrýni fyrir upprunalegu útgáfu Observer. Observer: System Redux er uppfærð útgáfa af leiknum sem kom upprunalega út árið 2017 fyrir PC, PS4 og Xbox One. Leikurinn hefur fengið hálfgerða Remaster-útgáfu og inniheldur núna betri grafík sem keyrir í 4K upplausn í 60…
Þessi gagnrýni birtist fyrst í september 2017 á vefnum PSX.is. Fyrirtækið Blooper Team var stofnað árið 2008 í Krakow í Póllandi og er einna þekktast fyrir hryllingsleikinn Layers of Fear og Layers of Fear: Inheritance. Nýjasti leikur þeirra er Cyberpunk hryllingsleikurinn >Observer_ sem kom út nú fyrir stuttu meðal annars á PlayStation 4. Árið er 2084 og eftir banvæna plágu sem hét „Nanophage“ og stríð er heimurinn ekki beint indæll staður að búa á. Flestir hafa leitað í eiturlyf, sýndarveruleika, viðbætta tækni við líkama þeirra eða hvað annað til að dreifa huganum frá vesældinni. Leikmenn fara í fótspor Daniel Lazarski…
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Assassin’s Creed: Valhalla sé tólfti leikurinn í Assassin’s Creed leikjaseríunni en franski útgefandinn Ubisoft kynnti fyrsta leikinn til sögunnar árið 2007. Á þessu tímabili hafa ótal hliðarleikir einnig verið gefnir út og fengið misgóðar viðtökur. Með útgáfu Assassin’s Creed: Origins árið 2017, sem gerður var af Ubisoft Montreal, fékk serían gott spark í rassinn og andlitslyftingu. Leikjaheimarnir urðu stærri og opnari og saga og spilun fjölbreyttari. Það helsta sem vantaði að mati margra aðdáenda leikjanna var aukin áhersla á að geta laumast um, fylgt eftir skotmarkinu þínu og láta til skara skríða…
Hvenær víkja þægindi og öryggistilfinning fyrir persónulegt frelsi? Það er spurningin sem er hægt að leiða eftir að hafa spilað nýjasta leikinn í Watch Dogs seríunni. Fyrsti leikurinn kom út árið 2014 og spannaði bæði eldri og nýrri kynslóð leikjavélanna með útgáfu á PS3, PS4 og Xbox 360, Xbox One. Watch Dogs: Legion fylgir sömu leið með að koma út fyrir PS4, PS5 og Xbox One, Xbox Series X/S. Í fyrsta Watch Dogs leiknum var sögusviðið Chicago-borg í Bandaríkjunum þar sem tæknifyrirtækið Blume hafði komið upp eftirlitskerfinu CtOS sem var hluti af öllu lífi borgarbúa og virðist gera töluvert meira…
Bíla- og hasarleikurinn Destruction AllStars hefur verið seinkað frá útgáfu PlayStation 5 í næsta mánuði til febrúar 2021. Til að gera biðina bærilegri tilkynnti Sony að leikurinn yrði hluti af Playstation Plus og munu meðlimir áskriftarþjónustunnar geta sótt leikinn frítt. Á PlayStation blogginu talaði Peter Smith, framleiðslustjóri leiksins, um mikilvægi þess að geta verið með nógu marga leikmenn til að taka þátt í hasar leiksins. Svo fyrir vikið verður hann fáanlegur í tvo mánuði á PlayStation Plus frá útgáfu hans í febrúar. Það ætti að vera nægur tími fyrir ótal leikmenn til að bætast við í spilarahópinn. Hvað gerist eftir…
Nintendo eigendur þurfa að bíða aðeins lengur eftir að geta spilað Apex Legends frá Respawn Entertainment sem átti að koma út bráðlega. Honum hefur verið seinkað til næsta árs, en leikurinn kemur þó út á Steam leikjaveitunni þann 4. nóvember eftir að hafa bara verið aðgengilegur á Origin, leikjaveitu EA. Fyrirtækið hefur tilkynnt að allt sem spilarar hafa unnið sér inn á Origin mun færast með þeim yfir á Steam. Chad Grenier hjá Respawn sagði að liðið sem er að vinna að Switch-útgáfu leiksins þurfi meiri tíma til að geta leyft leiknum að njóta sín til fullnustu á Switch. Hann…
Stutt er í útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X og Series S og margir líklega farnir að hugsa um hvaða uppfærslur verða í boði fyrir tölvuleiki sem munu nýta sér öflugari vélbúnað níundu kynslóð leikjatölva. Franska leikjafyrirtækið Ubisoft fór yfir þær uppfærslur sem í boði verða fyrir væntanlega leiki fyrirtækisins, ásamt því að tilkynna að nokkrir eldri leikir munu einnig fá uppfærslur. Watch Dogs: Legion, Assassin’s Creed Valhalla, Immortals Fenyx Rising, Far Cry 6, Riders Republic, Just Dance 2021, Rainbow Six Siege, og For Honor.Allir þessir leikir eru væntalegir á PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X/S og verða…