Fréttir

Birt þann 28. september, 2021 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Væntanlegt aukaefni fyrir Far Cry 6 kynnt

Far Cry 6 kemur út þann 7. október næstkomandi á PC, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox One og Xbox Series X/S. Ubisoft hefur nú svipt hulunni af stuðningi þeirra við leikinn eftir að hann kemur út með bæði fríu og keyptu DLC (niðurhalsefni).

Þeir sem kaupa Season Passa leiksins fá þrjá DLC pakka sem kafa í huga helstu óþokka eldri Far Cry leikjanna. Í hverjum kafla þarftu að sleppa úr hryllingi þíns eigin huga með ekkert annað en skammbyssu til að byrja með, þú þarft að finna vopn og vistir til að lifa af og öðlast nýja hæfileika á meðan þú kafar í huga Joseph Seed, Vaas og Pagan Min.

Hægt er að spila ein/n eða með öðrum í gegnum co-op. Vinirnir þurfa ekki að eiga Season Passann til að spila með þér. 

Á meðan allir Far Cry 6 notendur fá reglulegar uppfærslur og viðbótarefni frítt, þar á meðal má nefna verkefni með Danny Trejo, Rambo o.fl. 

Pakkarnir 3:

Episode 1: Vaas: Insanity áætlaður í nóvember 2021.

Episode 2:  Pagan: Control áætlaður í janúar 2022.

Episode 3: Joseph: Collapse áætlaður í mars 2022.

Far Cry 3 Blood Dragon: Á PC fá Season Pass eigendur upprunalega leikinn sem kom út 2013. Á leikjavélunum fá leikmenn Far Cry 3 Blood Dragon: Classic Edition, endurbættan fyrir núverandi leikjavélar. 

Í hverri viku verður nýr viðburður þar sem stuðningsmenn Antón Castillo (Giancarlo Esposito) rísa upp á Yara-eyjunni og koma með nýjar hættur fyrir leikmenn til að eiga við. 

Sex ný verkefni: Sem gerast á nýjum og einstökum svæðum í heiminum. Þessi verkefni munu kynna til leiks nýja leið til að spila leikinn þar sem leikmenn þurfa að ná hættulegu og óstöðugu efni frá vopnasölum Antón og koma þeim á vissan stað áður en efnin ofhitna. Fyrstu tvö svæðin, Mesozoico og Maceo, verða tilbúin þegar að leikurinn kemur út og önnur fjögur svæði verða gefin út síðar. 

Hérna er tengill á gagnrýni okkar á Far Cry 5 og Far Cry: New Dawn sem eru nýlegustu leikirnir í seríunni áður en Far Cry 6 kemur út í næstu viku.

Heimild: Ubisoft

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑