Fréttir

Birt þann 26. ágúst, 2021 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Gamescom 2021 fréttapakki

Þýska tölvuleikjasýningin Gamescom stendur nú yfir í Köln í Þýskalandi. Á seinasta ári var Gamescom eingöngu stafræn hátíð vegna Covid-19 en sýningin í ár er blanda af hefðbundinni hátið og netstreymum. 

Okkur hjá Nörd Norðursins langar að taka saman nokkur myndbrot úr leikjum sem voru kynntir í gær á Opening Night Live kynningu Geoff Keighley. 

House of Ashes er þriðji kaflinn í Dark Pictures Anthology hryllingsleiknum og mun koma út þann 22. október.

Orðrómarnir um nýjan Saint’s Row leik voru loksins staðfestir og er nýi leikurinn endurræsing á seríunni og á að færa hana nær raunveruleikanum, þó heldur brenglaði hasar leikjanna áfram. Leikurinn kemur út 22. febrúar á bæði PS4, PS5, Xbox One og Xbox Series X|S ásamt PC en eingöngu á Epic Game store til að byrja með. 

Marvel’s Midnight Sun’s er taktískur RPG leikur frá Firaxis sem eru einna þekktastir fyrir Civilization og X-Com leikina. Leikurinn mun koma út í mars 2022 og við ættum að fá að sjá úr leiknum sjálfum þann 1. sept að sögn 2K, útgefanda leiksins.

Fjölspilun Halo Infinite fékk nýtt sýnishorn og í leiðinni var útgáfudagur leiksins staðfestur. Leikurinn mun koma út þann 8. desember og verður fjölspilunarhluti leiksins virkur sama dag, co-op spilun leiksins mun koma út á næsta ári.

Call of Duty: Vanguard kemur út í vetur og við fengum að sjá 9. mínútur úr Stalingrad-borði leiksins. Þar er fylgt eftir sovéska hermanninum Polinu sem er leikinn af Laura Bailey. Saga leiksins mun spanna nokkra helstu vígvelli Seinni heimsstyrjaldarinnar eins og Kyrrahafið, Norður-Afríku og valdar vígstöðvar í Vestur- og Austur-Evrópu. Vanguard mun verða með tengingu við Call of Duty: WarZone ásamt að vera með Zombie hluta ásamt fjölspilun.

Leikurinn er væntanlegur 5. nóvember á PS4, PS5, PC, Xbox One og Xbox Series X|S.

Eftir nokkra mánuði af orðrómum um seinkun á Horizon Forbidden West á PS4 og PS5 þá höfum við loksins fengið þann orðróm staðfestan. Nýi útgáfudagur leiksins er 18. febrúar 2022. Til að gleðja fólk aðeins á meðan þá hefur Horizon Zero Dawn fengið uppfærslu á PS5 sem gerir honum kleift að keyra í 4K upplausn í 60 römmum á sek. Einnig mun Aloy bætast við leikinn Genshin Impact þann 1. september.

Það verður opin beta-prófun fyrir leikinn Rider’s Republic frá Ubisoft til 28. agúst sem gefur fólki tækifæri til að kíkja á leikinn og prufa opinn heim leiksins og fjölspilun hans. Hægt er hægt að purfa leikinn á PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S og PC. 

LEGO Star Wars: The Skywalker Saga er en að láta bíða eftir sér og mun kom út vorið 2022, við fengum minnsta kosti nýja stiklu í millitíðinni. Í leiknum verður hægt að spila í gegnum sögu allra níu aðal Star Wars kvikmyndanna. 

MMO-RPG leikur Amazon Studios, New World mun verða með opna betu-spilun dagana 9-12 september. Áætlað er að leikurinn sjálfur komi út 28. september eftir nokkrar tafir.

Herkænskuleikurinn Age of Empires IV sýndi frá hersveitum Heilaga Rómverska Keisaradæmisins og Rus þjóðarinnar.

Sýnt var meira út söguþræði Far Cry 6 og er aldrei leiðinlegt að sjá Giancarlo Esposito sem óþokkan í svona flottum leik. Leikurinn kemur í október á leikjavélarnar og PC. 

Indie-leikurinn Valheim er að fá fyrstu stóru uppfærsluna á þessu ári í formi Hearth & Home þann 16. september Uppbygging húsa og eldunnar hefur verið endurbætt og er það þema þessarar viðbótar. 

Við fengum að sjá meira úr Death Stranding: Director’s Cut og þær viðbætur og nýjungar sem verða í þeirri útgáfu leiksins.

Þetta er bara hluti af því sem er á Gamescom og er úr nægu að skoða. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Gamescom hérna.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑