Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Flóttinn til skýjanna er ný íslensk gufupönkssaga eftir Kristján Már Gunnarsson sem kemur út í rafbókaformi í dag. Til gamans má geta að þá hefur Kristján nýlega birt efni á heimasíðu Nörd Norðursins, m.a. kynningu á ofurhetjuliðinu The Authority. Í tilefni útgáfunnar sendi bókaútgáfan Rúnatýr eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag: Fyrsta skáldsaga Kristjáns Más Gunnarssonar segir frá ævintýralegum flótta, gufuvélum og sjóræningjum. Íslenskt gufupönk ryður sér til rúms. Rómverska heimsveldið féll aldrei heldur óx og dafnaði. Flugskip svífa um himininn og landamæri veldisins þenjast út. Umsátursástand myndast  um borgina Bushehr sem hrindir af stað atburðum sem munu skekja stoðir veldisins. Segir sagan frá Trinius,…

Lesa meira

Spotify er tónlistarþjónusta sem býður notendum upp á að hlusta á tónlist í gegnum snjallsíma og spjald-, far- og borðtölvur. Í nótt tilkynnti Spotify að þeir hefðu stækkað við sig og væri þjónusta þeirra nú aðgengileg í fleiri löndum, þar á meðal Íslandi. Yfir 20 milljón lög eru aðgengileg í gegnum Spotify í dag og bætast 20.000 lög við á degi hverjum. Þjónustan er aðgengileg í yfir 20 löndum og með 24 milljónir aktívra notenda. Í boði eru nokkrar áskriftarleiðir. Ókeypis útgáfan leyfir notendanum að hlusta á lög í gegnum far- og borðtölvuna með auglýsingum milli laga. Hægt er að…

Lesa meira

Sagan er skrifuð og myndskreytt af Kaare Andrews, gefin út af Marvel árið 2006 og kom út í fjórum blöðum. Andrews hefur meðal annars unnið við myndasögur á borð við Ultimate X-Men, The Amazing Spider-Man, Incredible Hulk og The Matrix Comics. Hann hefur einnig hannað plötuumslög, leikstýrt tónlistarmyndbandi og leikstýrt mikið af stuttmyndum. Til gamans má geta að árið 2010 gaf Andrews út myndina Altitude og er með mynd í bígerð frá sömu framleiðendum sem færðu okkur myndir á borð við Armageddon, Terminator og Aliens. Sagan fylgir okkur 30 ár inn í framtíðina þar sem Peter Parker hefur hætt öllu…

Lesa meira

Leikjaheimurinn hefur talað og skilaboðin eru skýr: „Enga spilla, takk!“ Þannig að ég mun lítið sem ekkert tala um söguþráðinn en hann einn og sér er nánast nógu góð ástæða til að grípa leikinn. Bioshock Infinite er þriðji leikurinn í Bioshock seríunni og nú erum við í skýjaborg þ.e.a.s. borg sem gefur Isaac Newton fingurinn. Miklar væntingar hafa verið gerðar til leiksins en Irrational Games standa undir því og vel betur. Bioshock Infinite er hrein og tær snilld og það er erfitt að finna nokkurn veikleika á gripnum. En hver veit, kannski finn ég einhver smáatriði til að tuða yfir.…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla Games gaf út barnaleikinn The Moogies árið 2011 og hefur síðan þá sérhæft sig í gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Nýlega lenti fyrirtækið í fjárhagsvanda en hefur nú tryggt sér erlenda fjármögnun upp á tæpan hálfan milljarð króna. Í kjölfarið ætlar Plain Vanilla að ráða fleiri starfsmenn og eru 10 nýjar stöður auglýstar á heimasíðu fyrirtæksins. Fréttir á RÚV 9. apríl 2013  – BÞJ

Lesa meira

Gleðilegan föstudag nördar nær og fjær! Í Föstudagssyrpu vikunnar ætlum við að skoða nokkrar kvikmyndir sem hafa verið „Svíjaðar“, eða „Sweded“ eins og það kallast á ensku. Í stuttu máli eru Svíjaðar myndir ódýrar og stuttar heimagerðar útgáfur af öðrum kvikmyndum. Svíjaðar myndir eiga rætur sínar að rekja til gamanmyndarinnar Be Kind Rewind frá árinu 2008 með Mos Def og Jack Black í aðalhlutverkum. Í myndinni eyðileggja þeir félagar allar vídjóspólurnar í vídjóleigu fyrir slysni og ákveða að bæta upp skaðann með því að taka upp sínar eigin útgáfur af myndunum (Svíjaðar útgáfur). Margir hafa tekið sig til og gert sína eigin…

Lesa meira

Eftir sýningu Svartra Sunnudaga í Bíó Paradís síðastliðinn sunnudag, sem haldin var í tilefni af afmæli bandaríska leikstjórans Roger Corman, þá birtist hér á síðunni viðtal við Pál Óskar og í því viðtali gagnrýndi hann Kvikmyndasafn Íslands. Hann sagði að þeir væru ekki að sinna sínu hlutverki og hefði hann meðal annars reynt að hafa samband við þá því hugmyndin var að sýna Pit and the Pendulum eftir Roger Corman. Palli sagði að ekki hefði náðst samband við kvikmyndasafnið og því hefði verið fallið frá því að sýna myndina í fullri lengd. Vegna þessarar gagnrýni fannst mér nauðsynlegt að fá…

Lesa meira

Myndasagan var gefin út árið 2001 og kom út í fjórum bókum, útgefandi er Marvel Knights. Sagan var skrifuð af Grant Morrison, sem margir myndasögu aðdáendur ættu að kannast við. Hann hefur unnið að sögum á borð við New X-Men, Final Crisis og er örugglega þekktastur fyrir All-Star Superman en sú saga er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Listamaðurinn Jae Lee myndskreytir bókina og hann hefur meðal annars búið til nokkrar forsíður fyrir Marvel á The Dark Tower seríunni, sem er myndasögu aðlögun frá bókum Stephen King. Orðið fjölskylda hefur frá upphafi fylgt Fantastic Four, auk…

Lesa meira

Það er aldeilis ekki skortur á sjónvarpsefni fyrir nörda í dag og þó að niðurhal á sjónvarpsefni aukist sífellt þá virðist bransinn enn vera sterkur. Sjónvarpsstöðvar víðs vegar um heiminn bjóða upp á breitt úrval þátta svo að allir ættu að finna eitthvað fyrir sig. Þó að sumir þættir hafi í gegnum tímann haft ákveðinn nördastimpil á sér er það fyrst nú á síðustu árum sem að þættir um nörda njóta mikilla vinsælda. Undanfarinn áratug hefur nördamenning blandast töluvert mikið við poppmenningu og það sem þótti nördalegt áður hefur öðlast sess í meginstraumstísku nútímans, t.d. gleraugu með þykkri umgjörð (sem…

Lesa meira