Íslenskt

Birt þann 16. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Spotify komið til Íslands

Spotify er tónlistarþjónusta sem býður notendum upp á að hlusta á tónlist í gegnum snjallsíma og spjald-, far- og borðtölvur. Í nótt tilkynnti Spotify að þeir hefðu stækkað við sig og væri þjónusta þeirra nú aðgengileg í fleiri löndum, þar á meðal Íslandi.

Yfir 20 milljón lög eru aðgengileg í gegnum Spotify í dag og bætast 20.000 lög við á degi hverjum. Þjónustan er aðgengileg í yfir 20 löndum og með 24 milljónir aktívra notenda.

Í boði eru nokkrar áskriftarleiðir. Ókeypis útgáfan leyfir notendanum að hlusta á lög í gegnum far- og borðtölvuna með auglýsingum milli laga. Hægt er að kaupa svokallaða Premium áskrift sem opnar fyrir þann möguleika að nota Spotify í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur, auk þess sem auglýsingar eru fjarðlægðar, en Spotify býður upp á ókeypis prufuútgáfu af Premium áskriftinni sem annars kostar 9,99 evrur á mánuði. Spotify býður upp á ágætt úrval af íslenskri tónlist en það vantar enn mörg þekkt íslensk lög í safnið.

Hér fyrir neðan er stutt auglýsing Spotify auglýsing á íslensku. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustuna betur geta sótt Spotify appið eða heimsótt heimasíðuna.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑