Margt og mikið var um að vera á E3 þetta árið, margir nýjir og gamlir leikir litu dagsins ljós og svo voru að sjálfsögðu Xbox One og Ps4 í stóru hlutverki þar sem Sony var ekkert að spara skotin á Microsoft. Hér eru nokkrar örfréttir frá mörgum af þeim sko komu fram á sýningunni og atriði sem höfundi þótt áhugavert og þess virði að segja frá. • Framleiðendur Batman: Arkham Origins segja að það sé mikil pressa að taka við seríunni en einnig fylgi því mikill heiður. Lofa að þeir muni koma með eitthvað nýtt og segja að myndasagan Batman:…
Author: Nörd Norðursins
Í gær tilkynnti Facebook, eigandi samfélagsmiðilsins Instagram, að nú sé hægt að taka upp myndskeið með Instagram. Hægt er að bæta við 13 mismunandi síum (líkt og þekkist með ljósmyndirnar) og þannig skapað skemmtilega stemningu í kringum myndskeiðin. Myndskeiðin geta ekki verið allt að 15 sekúnda löng og auðvelt og þægilegt að taka þau upp og klippa til. Instagram uppfærslan er nú þegar komin út fyrir Android og iOS. -BÞJ
Samþykkt hefur verið að nefna gíg á Merkúr eftir íslenska rithöfundinum og skáldinu Halldóri Laxness. Gígurinn Laxness er staðsettur nálægt norðurpóli Merkúr og er 26 kílómetrar í þvermál. Þetta er fjórði gígurinn sem er nefndur eftir Íslendingi þar sem nú þegar hafa gígar verið nefndir eftir Snorra Sturlusyni, Júlíönu Sveinsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Fjöldi gíga á Merkúr bera nöfn látinna rithöfunda og listamanna. Heimild: Stjörnufræðivefurinn / Mynd: NASA/Wikipedia (Mercury) -BÞJ
Mikil óánægja hefur ríkt í leikjasamfélaginu eftir að Microsoft tilkynnti að Xbox One þyrfti að tengjast netinu með reglulegu millibili til að geta spilað leiki á tölvunni og að nýja leikjatölvan myndi ekki styðja notaða leiki líkt og PlayStation 4 mun gera. Microsoft hefur nú sent frá sér þessa tilkynningu þar sem fyrirtækið segir að það ætli að hætta við þessi áform. Xbox One mun þar af leiðandi ekki krefjast nettengingar og mun styðja og spila notaða leiki. Þetta eru vissulega gleðitíðindi fyrir leikjasamfélagið þar sem stór hluti spilara hafði snúið baki við Microsoft vegna fyrri ummæla. Þessar breytingar munu…
Hrollvekjur eru heldur betur sjaldséðar í íslenskri kvikmyndaflóru. Nokkrir ungir kvikmyndagerðarmenn reyna um þessar mundir að fjármagna Ruins, dularfulla íslenska hrollvekju í fullri lengd, í gegnum Indiegogo. Í Ruins er sagt frá bóndanum Friðjóni (Magnús Ólafsson) sem finnur svarta skjalatöku í fjörunni og ákveður að skoða hana betur. Friðjón fer með töskuna heim til sína þar sem hann nær að opna hana og finnur þar hljóðdagbók í eigu fornleifafræðings sem hefur verið að rannsaka hlið til helvítis sem er staðsett á Íslandi. – Það er spurning hvort Hekla komi eitthvað við sögu þar sem menn töldu lengi vel að eldfjallið…
PlayStation 3 leikurinn The Last of Us hefur heldur betur náð miklum vinsældum frá því að hann kom í verslanir 14. júní síðastliðinn. Leikurinn hefur ekki aðeins hlotið frábæra dóma (við gáfum honum næstum því fullt hús stiga í okkar gagnrýni) heldur hefur hann einnig selst einstaklega vel og hefur nýr leikur ekki selst jafn vel síðan L.A. Noire og Uncharted: Golden Abyss. Einnig er talið að leikurinn hafi skilað inn meiri hagnaði um helgina en nýja Superman stórmyndin, Man of Steel, sem kom í kvikmyndahús sama dag. Það á þó enn eftir að staðfesta þær tölur endanlega. Heimild: Digital…
Í þessu skemmtilega myndbandi fáum við að sjá hvernig nokkrir af tískuhönnuðum fjórða áratugarins sáu tísku framtíðarinnar fyrir sér. Verið velkomin til ársins 2000! -BÞJ
E3 leikjasýningin var haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrr í vikunni og hefur Nörd Norðursins verið að fylgjast með því helsta. Nokkur af stærstu leikjafyrirtækjum heims, Microsoft, Sony, Nintendo, EA og Ubisoft, héldu kynningarfundi fyrir hátíðina þar sem væntanlegir leikir og leikjatölvur voru kynntar. Bjarki Þór, ritstjóri Nörd Norðursins, og Helgi Freyr, leikjanörd með meiru, höfðu þetta að segja um kynningarfundina fimm: Bjarki: Það kom mér á óvart hvað Kinect kom lítið við sögu, sérstaklega miðað við að græjan fylgir með hverri seldri Xbox One leikjavél. Verðið kom mér ekki á óvart – 439 pund í Bretlandi og…
The Last of Us er nýjasti leikurinn frá Naughty Dog sem færði okkur Uncharted leikjaseríuna. Leikurinn hefur nú þegar hlotið einróma lof gagnrýnenda og á eflaust eftir að fara á marga topplista í lok ársins. Nörd Norðursins slóst með í förina miklu til þess að svala forvitninni. Leikurinn gerist 20 árum í framtíðinni eftir að útbreidd farsótt hefur tröllriðið heiminum. Fólk lifir í einangruðum herbúðum og verst gegn hinum sýktu. Joel er einn af þeim, hann gerir hvað sem er til þess að lifa af og hikar ekki við að drepa ef einhver ógnar honum. Hann fær það verkefni að…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Að þessu sinni ætlum við að renna yfir nokkrar stiklur sem náðu að fanga athygli okkar á E3 leikjasýningunni sem fór fram í Los Angeles fyrr í vikunni. Dead Rising 3 Destiny Metal Gear Solid V Titanfall Tom Clancy’s The Division The Witcher 3: Wild Hunt Kingdom Hearts III Super Mario 3D World >> E3 2013 – Allt á einum stað <<