Íslenskt

Birt þann 20. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Laxness á Merkúr

Samþykkt hefur verið að nefna gíg á Merkúr eftir íslenska rithöfundinum og skáldinu Halldóri Laxness. Gígurinn Laxness er staðsettur nálægt norðurpóli Merkúr og er 26 kílómetrar í þvermál. Þetta er fjórði gígurinn sem er nefndur eftir Íslendingi þar sem nú þegar hafa gígar verið nefndir eftir Snorra Sturlusyni, Júlíönu Sveinsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.

Fjöldi gíga á Merkúr bera nöfn látinna rithöfunda og listamanna.

Heimild: Stjörnufræðivefurinn / Mynd: NASA/Wikipedia (Mercury)
-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑