Fréttir

Birt þann 20. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Microsoft fylgir fordæmi Sony – Xbox One mun styðja notaða leiki

Mikil óánægja hefur ríkt í leikjasamfélaginu eftir að Microsoft tilkynnti að Xbox One þyrfti að tengjast netinu með reglulegu millibili til að geta spilað leiki á tölvunni og að nýja leikjatölvan myndi ekki styðja notaða leiki líkt og PlayStation 4 mun gera.

Microsoft hefur nú sent frá sér þessa tilkynningu þar sem fyrirtækið segir að það ætli að hætta við þessi áform. Xbox One mun þar af leiðandi ekki krefjast nettengingar og mun styðja og spila notaða leiki. Þetta eru vissulega gleðitíðindi fyrir leikjasamfélagið þar sem stór hluti spilara hafði snúið baki við Microsoft vegna fyrri ummæla.

Þessar breytingar munu eflaust breyta skoðunum margra, en enn eru margir ósáttir við kröfur Microsofts um að Kinect skynjarinn þurfi að vera tengdur við Xbox One leikjatölvuna, bæði vegna óþarfa óþæginda og vegna söfnunar á persónulegum upplýsingum sem Microsoft og bandariska þjóðaröryggisstofnunin (NSA) geta m.a. nýtt sér.

Mynd: Wikimedia Commons (Xbox One) / -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑