Fréttir

Birt þann 18. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

The Last of Us slær í gegn

PlayStation 3 leikurinn The Last of Us hefur heldur betur náð miklum vinsældum frá því að hann kom í verslanir 14. júní síðastliðinn. Leikurinn hefur ekki aðeins hlotið frábæra dóma (við gáfum honum næstum því fullt hús stiga í okkar gagnrýni) heldur hefur hann einnig selst einstaklega vel og hefur nýr leikur ekki selst jafn vel síðan L.A. Noire og Uncharted: Golden Abyss.

Einnig er talið að leikurinn hafi skilað inn meiri hagnaði um helgina en nýja Superman stórmyndin, Man of Steel, sem kom í kvikmyndahús sama dag. Það á þó enn eftir að staðfesta þær tölur endanlega.

Heimild: Digital Spy / -BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑