Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Ný og mögnuð stikla úr tölvuleiknum War Thunder ásamt áhugaverðri kítlu fyrir heimildarmyndina The Death Of Superman Lives: What Happened? lentu á netinu fyrir ekki svo löngu. War Thunder er ókeypis-að-spila fjölspilunarleikur frá Gaijin Entertainment þar sem tvö lið keppa á móti hvor öðru í loftbardögum. Leikurinn er væntanlegur á PC (Windows) og PS4 síðar á þessu ári. The Death Of Superman Lives er heimildarmynd um kvikmyndina Superman Lives, sem var Superman kvikmynd sem var aldrei fullkláruð. Enginn annar en Nicolas Cage átti að leika Superman en Ben Affleck hafði einnig verið nefndur. War Thunder The Death Of Superman…

Lesa meira

Nú eru síðustu kvikmyndasýningarnar af filmu í Reykjavík formlega lagðar niður í bili þar sem Bíó Paradís á Hverfisgötu tekur við langþráðum, stafrænum sýningarbúnaði um þessar mundir. Það er mikið um að vera í bíóinu, því auk þess sem skipt verður um sýningarbúnað, verður einnig bylting í hljóðkerfi bíósins með tilkomu nýs hljóðbúnaðar. 35 mm filman hefur verið það sýningarform kvikmynda síðan reglulegar sýningar hófust á kvikmyndum fyrir þarsíðustu aldamót. Árið 2013 hefur filmuframleiðsla í hinum vestræna heimi stöðvast, og áætlað er að Afríka verði síðasta álfan til að stafrænvæðast árið 2017. Þar sem þróunin hefur verið hröð, og stafrænn…

Lesa meira

Þessa vikuna ætlum við að nefna þrjá stórskrítna leiki sem þú verður að prófa – eða einfaldlega njóta þess að horfa á aðra spila. Japan World Cup 3 Uppáhalds hestakeppnin okkar, vel krydduð af japönskum súrealisma. Veðjaðu á þinn hest og fylgstu svo með. WTF! http://youtu.be/sdmsRcsl_xA QWOP Líklegast erfiðasti og fyndnasti hlaupaleikur sem til er. Það er hægt að spila leikinn ókeypis hér. http://youtu.be/ZCPeXCRdcPI Enviro-Bear 2000 – Operation: Hibernation Raunverulegasti bjarnar-bíla-og-veiði-hermirinn á markaðnum í dag. http://youtu.be/67tNwTtH0qE Fleiri skrítnir leikir! Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Rétt í þessu var Rockstar Games að senda frá sér fyrstu opinberu stikluna úr Grand Theft Auto V, en leikurinn er væntanlegur í verslanir 17. september næstkomandi. Um er að ræða nýjasta leikinn í hinni geysivinsælu og umdeildu leikjaseríu Grand Theft Auto, eða GTA. Smelltu hér til að skoða fleiri leiki sem eru væntanlegir í verslanir í september.

Lesa meira

Fyrsti þátturinn af teiknaða fullorðins-sjónvarpsþættinum um Hulla og vini hans hefst í kvöld kl. 21:30 á RÚV. Þættinum er líst á eftirfarandi hátt á Facebook-síðu Hulla. Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Hann býr í Reykjavík og er listamaður á niðurleið. Dónalegar myndasögur hans, sem hafa notið töluverðrar velgengni, eru hættar að seljast. Vinir Hulla eru vafasamur hópur. Umboðsmaður hans, Kiddý, er siðlaus eiturlyfjaneitandi með geðhvarfaröskun. Þorri er bróðir Hulla. Hann er lágmæltur rómantíker sem lætur Hulla vaða yfir sig. Bergljót, vinkona Hulla, er eilífðarstúdent. Hún tekur sig alvarlega sem femínista en sækist þó stanslaust viðurkenningu karlmanna.…

Lesa meira

Ólafur Þór Jóelsson, deildastjóri tölvuleikjadeildar Senu og annar þáttastjórnandi Morgunþáttarins Mario á FM957, var staddur á Gamescom í Þýskalandi í síðustu viku. Ólafur sagði í þættinum að PlayStation 4 leikjatölvan myndi ekki koma til Íslands fyrr en snemma á næsta ári, en almennur útgáfudagur í Evrópu er 29. nóvember 2013. PSN Store er einnig mögulega væntanleg til Íslands snemma árið 2014. Ólafur bætti því við að trúlega myndi Xbox One koma í íslenskar verslanir eftir PS4, jafnvel ekki fyrr en um sumarið eða haustið 2014, en Microsoft seinkaði nýlega útgáfudegi Xbox One í átta löndum. Ekki er öll von úti þar…

Lesa meira

Horfur eru á að íslensk PSN búð (PSN Store) muni líta dagsins ljós snemma á næsta ári að sögn Ólafs Þórs Jóelssonar, deildastjóri tölvuleikjadeildar Senu, umboðsaðila PlayStation leikjatölvunnar. PSN búðin býður upp á fjölbreytta afþreyingarþjónustu þar sem notendur geta sótt sér tölvuleiki, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og fleira á einfaldan og þægilegan hátt. Íslenskir PlayStation spilarar hafa hingað til fundið leiðir í kringum kerfið með því að stofna breska eða bandaríska PSN reikninga. Íslensk PSN búð myndi að öllum líkindum hafa einhver áhrif á sölu næstu kynslóð af leikjatölvum þar sem PlayStation 4 yrði trúlega aðgengilegri hér á landi en Xbox One.…

Lesa meira

Skráningar á haustráðstefnu Advania, sem fram fer þann 6. september nk., eru nú orðnar um 300 talsins – fleiri en nokkru sinni á sama tíma. Skráningarfrestur á sérstöku tilboðsverði rennur út á föstudag, 30. ágúst. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár verða Michael Schrage frá MIT, Steve Midgley frá Amazon og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Fyrirlestur Schrage ber yfirskriftina „Hvernig vilt þú að viðskiptavinir þínir séu?“ en Midgley fjallar um notkun tölvuskýja við nýsköpun. Mikil leynd hvílir aftur á móti yfir fyrirlestri borgarstjórans en hann er fyrstur á mælendaskrá eftir setningu ráðstefnunnar. Haustráðstefna Advania hefur skipað sér sess sem stærsti viðburður…

Lesa meira

Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Nokkrir flottir leikir litu dagsins ljós í ágúst og má búast við fleiri spennandi titlum í þessum mánuði – þar á meðal Grand Theft Auto V og FIFA 14! Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í september. Diablo III 3. september – PS3 og Xbox 360 (smelltu hér til að lesa PC gagnrýni Nörd Norðursins) http://youtu.be/dua6t30Uwpc Total War: Rome II 3. september – PC http://youtu.be/aWZCfdDW4NQ Killzone: Mercenary 4. september – PS Vita http://youtu.be/UCUA_Yw6ehU Amnesia: A Machine for Pigs 10. september –…

Lesa meira