Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki. Óli og Krissi fá Dóra aftur í heimsókn og fara yfir tölvuleikjasögu Dóra, ræða um Halo, skotleiki, nokkra retró leiki, leikjagrafík, GTA V, hermileiki  – og að sjálfsögðu viskí! Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi.

Lesa meira

GULLNI LUNDINN Uppgötvun ársins STILL LIFE (KYRRALÍFSMYND) – Leikstjóri: Uberto Pasolini FIPRESCI VERÐLAUNIN FIPRESCI eru alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnanda STILL LIFE (KYRRALÍFSMYND) – Leikstjóri: Uberto Pasolini UMHVERFISVERÐLAUN RIFF Veitt heimildarmynd úr flokknum Önnur framtíð Ekspeditionen til verdens ende (Leiðangur á enda veraldar) – Leikstjóri: Daniel Dencik KVIKMYNDAVERÐLAUN KIRKJUNNAR Mynd valin út flokknum Vitranir The Lunchbox (Nesisboxið) – leikstjóri: Ritesh Batra BESTA ÍSLENSKA STUTTMYNDIN Hvalfjörður – leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson GULLNA EGGIÐ Veitt einum þátttakanda í Kvikmyndasmiðjunni GOOD NIGHT (GÓÐA NÓTT) – Leikstjóri: Muriel D’Ansembourg BRÍÓ VERÐLAUNIN Besta hljóð í íslenskri stuttmynd, veitt í minningu Steingríms…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Þema vikunnar er GTA V, en við endum syrpuna á harðkjarna rappslagi milli nörda og lúða. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Grand Theft Auto V Mythbusters: 1. þáttur http://youtu.be/NvEp11B83wM Grand Theft Auto V Mythbusters: 2. þáttur http://youtu.be/4hyyjG841gg Heimskulegar leiðir til að deyja í GTA V http://youtu.be/wpk2el7e2EE Magnaður 5 stjörnu eltingaleikur í GTA V http://youtu.be/NcTdBgA3Bkg Epic Rap Battle: Nerd vs. Geek http://youtu.be/2Tvy_Pbe5NA Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Upp á síðkastið höfum við séð mikla aukningu á kvikmyndum sem byggja á myndasögum. Myndir á borð við The Avengers, The Dark Knight Rises, Thor og fleiri hafa verið ótrúlega vinsælar og hafa fyrirtæki grætt fúlgu fjár á þeim. Nú er ljóst að myndasögu karakterar eru að brjóta sér leið inn í sjónvarpsheiminn með þáttum á borð við Agents of S.H.I.E.L.D. og Arrow. Það eru samt ekki einu þættirnir sem eru í bígerð. Fyrir stuttu var staðfest að The Flash mun koma fyrir í Arrow þáttunum en einnig eru kenningar um það að hann eigi eftir að fá sína eigin…

Lesa meira

Ný stiklan fyrir The Hobbit: The Desolation of Smaug var að lenda. Myndin er númer tvö í röðinni í The Hobbit þríleiknum sem byggir á samnefndri bók eftir J.R.R. Tolkien og gerist í sama ævintýraheimi og Lord of The Rings þríleikurinn. Peter Jackson leikstýrir myndinni og munu mörg kunnugleg andlit birtast í henni, þar á meðal Benedict Cumberbatch, Cate Blanchett, Evangeline Lilly, Orlando Bloom, Martin Freeman og Ian McKellen. Myndin er væntanleg í desember á næsta ári. The Hobbit: The Desolation of Smaug http://youtu.be/mbOEknbi4gQ Tölvuleikjafyrirtækið Bungie, höfundar Halo, hafa unnið að gerð stórleiksins Destiny. Á E3 í fyrra sýndu þeir þetta…

Lesa meira

Bjarki Dagur Svanþórsson skrifar:  Leikstjórinn Zack Snyder gerði allt vitlaust fyrir stuttu síðan þegar hann staðfesti að Superman myndi deila skjánum með sjálfum Leðurblökumanninum í væntanlegu framhaldi stórmyndarinnar Man of Steel.  Aðdáendur og spekúlantar fóru strax að rífast um hvaða leikari skyldi hreppa hlutverk grímuklæddu hetjunnar og fylgja í fótspor Christian Bale, sem fór eftirminnilega með hlutverk Batman í þríleik Nolans.  Það kom snemma í ljós að hér yrði ekki sami Leðurblökumaður á ferð og í Dark Knight þríleiknum, heldur ætluðu framleiðendur að kynna nýja útgáfu af hetjunni til leiks. „Hver mun leika Batman“ var spurning sem flestir, ef ekki…

Lesa meira

Bronsöldin hefst þegar silfuröldin endar sem flestir telja vera í byrjun áttunda áratugarins. Bronsöldin  einkennist af meira frelsi og breiðari skilaboðum í sögunum sem gátu núna fjallað um hluti eins og samkynhneigð og fíkniefni. Bronsöldin hófst ekki með  komu nýrra ofurhetja en þvert á móti þróuðust áður þekktar ofurhetjur áfram með það í huga að sýna á þeim nýjar hliðar. CCA var ekki lengur einvaldur en hafði þó mikil áhrif lengi vel. DC og Marvel til dæmis slitu ekki samstarfi sínu við CCA fyrr en á 21. öldinni. En áhrif CCA fóru dvínandi. Búðum var orðið sama hvort CCA  studdi…

Lesa meira

Hópur fólks vinnur nú hörðum höndum að því að breyta Laugardalslaug í flugstöð. Ástæðan er sú að grínmyndin sígilda Airplane! verður sýnd þar í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF. Hefð hefur skapast fyrir því í sundbíóinu, eins og viðburðurinn er nefndur, að vekja anda myndarinnar í umhverfinu og þess vegna verður flugbragur á sýningunni í kvöld. Gestir mega því eiga von á flugliðum, öryggishliðum og fleiru í þeim dúr. Gestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að krókna í innilauginni né að troða marvaðann á aðra klukkustund, því á laugarbakkanum verður einnig aðstaða til að…

Lesa meira

Áttu flott safn af tölvuleikjum eða leikjatölvum? Áttu Íslands- eða heimsmet í tölvuleik? Áttu merkilegan safngrip sem tengist tölvuleikjum? Hefuru spilað tölvuleiki lengur en aðrir? Hefuru sigrað tölvuleikjakeppni? Ertu með tölvuleikja-flúr? Eða hefuru jafnvel hannað þinn eigin tölvuleik? Leitin að tölvuleikjanörd Íslands er hafin. Sendu okkur póst á netfangið nordnordursins(at)gmail.com með fyrirsögninni Leikjanörd Íslands og segðu okkur hvers vegna þú ættir að vera titlaður/titluð  tölvuleikjanörd Íslands! Fullt nafn, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með umsókninni, auk  þess getur þú aukið vinningslíkur þínar ef saga eða mynd flýtur með. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt! Sigurvegarinn hlýtur titilinn…

Lesa meira