Bíó og TV

Birt þann 2. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýjar stiklur úr The Hobbit og Destiny

Ný stiklan fyrir The Hobbit: The Desolation of Smaug var að lenda. Myndin er númer tvö í röðinni í The Hobbit þríleiknum sem byggir á samnefndri bók eftir J.R.R. Tolkien og gerist í sama ævintýraheimi og Lord of The Rings þríleikurinn. Peter Jackson leikstýrir myndinni og munu mörg kunnugleg andlit birtast í henni, þar á meðal Benedict Cumberbatch, Cate Blanchett, Evangeline Lilly, Orlando Bloom, Martin Freeman og Ian McKellen.
Myndin er væntanleg í desember á næsta ári.

 

The Hobbit: The Desolation of Smaug

 

Tölvuleikjafyrirtækið Bungie, höfundar Halo, hafa unnið að gerð stórleiksins Destiny. Á E3 í fyrra sýndu þeir þetta 12 mínútna sýnishorn úr leiknum sem lofar góðu. Um er að ræða fyrstu-persónu sæfæ skotleik sem einkennis af hasar og hlutverkaspilun. Leikurinn er spilaður á opnu svæði (líkt og GTA V) og er væntanlegur á PS3, PS4, Xbox 360 og Xbox One á næsta ári.

 

Destiny

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑