Við leitum af fyndnum, hugljúfum, vandræðalegum og skemmtilegum sögum úr heimi nördanna. Sagan getur til dæmis tengst tölvuleikjum, borðspilum, larpi, cosplayi eða einhverju öðru sem tengist heimi nördanna, en sagan verður að vera sönn! Tekið er á móti sögum, myndefni og/eða myndböndum. Nördismi er eitt það fallegasta sem til er en hægt er að óska eftir nafnleynd. Valdar sögur verða lesnar upp í Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins. Nördalegasta sagan hlýtur veglegan gjafapakka! Gjafabréf sem gildir fyrir tvo VR flóttaleiki í Smárabíó, borðspilið King of Tokyo, gjafabréf hjá Gamestöðinni og tölvuleikinn NUTS á Steam! Nördalegasta sagan hlýtur veglegan gjafapakka! Gjafabréf sem…
Author: Nörd Norðursins
Bjarki lávarður, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Nintendo hélt Nintendo Direct kynningu þann 17. febrúar þar sem fyrirtækið fór yfir það sem framundan er fyrir Nintendo Switch. Sveinn fjallar um nýtt System Shock sýnishorn sem var birt á dögunum. Sony héldu State of Play kynningu þar sem farið var yfir það sem væntanlegt er á PlayStation 4 og 5. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að önnur útgáfa af PSVR sýndarveruleikagræjum er væntanleg fyrir PS5. Um þetta og margt fleira er fjallað um í 23. þætti Leikjavarpsins! Efni þáttar: Nintendo DirectSystem Shock sýnisornPSVR-2 væntanlegt fyrir PS5BlizzcOnlineEA hætta…
Sveinn spilar Xbox Live Arcade útgáfuna af GoldenEye 007 sem var upprunalega gefinn út á Nintendo 64 árið 1997. Til stóð að gefa leikinn út á Xbox Live Arcade með uppfærðri grafík en hætt var við þá útgáfu leiksins. Xbox útgáfunni var þó lekið á netið fyrir stuttu og í gegnum háleynileg sambönd komst Sveinn yfir eintak af leiknum.
Daníel Rósinkrans hjá Nörd Norðursins og þáttarstjórnandi Leikjavarpsins býður upp á sérstakt Nintendo-streymi á Twitch-rás sinni í kvöld. Streymið byrjar kl. 21:00 en þá mun Daníel spila Bowser’s Fury sem kom út fyrir stuttu á Nintendo Switch. Klukkutíma síðar verður skipt yfir á beina útsendingu frá Nintendo Direct þar sem Nintendo mun kynna það sem framundan er hjá fyrirtækinu. Dagskránni lýkur svo með streymi úr Hyrule Warriors sem hefst kl. 23:00. Hægt verður að fylgjast með streyminu á Twitch-rás Daníels Rósinkrans og efninu verður einnig deilt á Twitch-rás Nörd Norðursins. Sjáumst í kvöld!
Sveinn, Bjarki og Daníel fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 22. þætti Leikjavarpsins! Við prófuðum nýja Resident Evil 8 demóið (hægt að sjá upptöku af Twitch-streyminu okkar hér), ræðum um Mass Effect Legendary Edition, stöðuna í Ring Fit Adventure áskorun Daníels og Bjarka auk þess sem þríeykið segir frá nýjum leikjum sem eru í spilun: Hitman 3, The Medium, TOHU og Super Mario 3D World á Switch. Efni þáttarins: Resident Evil 8Xbox Game Pass Vs. Xbox GoldMass Effect Legendary EditionPS+ áskriftirTOHUHitman 3PS5 selst velRatchet & Clank: Rift Apart útgáfudagurThe MediumRing Fit Adventure #RingFitFebrúarSuper Mario 3D World á…
Oddur Bauer og Gylfi Már eru gestir Daníels Rósinkrans í þessum sérstaka The Legend of Zelda þætti Leikjavarpsins. Liðin eru 35 ár frá útgáfu fyrsta Zelda tölvuleiksins en leikurinn var gefinn út í Japan árið 1986 samhliða Famicom leikjatölvunni. Í þættinum fara þeir Daníel, Oddur og Gylfi yfir sögu The Legend of Zelda leikjanna, ræða um tónlistina, framtíð seríunnar og margt fleira. Til gamans má geta þá vann Oddur Bauer keppnina um nördalegasta flúr Íslands sem Nörd Norðursins hélt árið 2012 í samstarfi við Bleksmiðjuna. Efni þáttarins: Saga The Legend of Zelda leikjanna,Majora’s Mask Vs. Ocarina of Time,Tónlist úr Zelda,2D…
Ofurnördarnir Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins ætla að taka á því í febrúar og spila Ring Fit Adventure á Nintendo Switch. Ring Fit Adventure tvinnar saman tölvuleik við líkamsrækt með skemmtilegum hætti þar sem nauðsynlegt er að skokka á milli staða og gera líkamsæfingar til að sigra óvini. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru strákarnir heldur betur tilbúnir í slaginn og ætla að reyna að toppa hvorn annan. Hver kemst lengst í leiknum? Hver nær að æfa meira? Ná þeir að endast út febrúar?! Hægt er að fylgjast með framgangi mála á Instagram Nörd Norðursins undir…
Daníel, Sveinn og Bjarki fara yfir það helsta sem leikjaárið 2021 hefur upp á að bjóða. Þar finnast tölvuleikjatitlar á borð við Ratchet and Clank: Rift Apart, nýjan Resident Evil leik, The Medium, Far Cry 6, Little Nightmares II, Halo Infinite, Returnal og fleiri og fleiri. Ætli mörgum leikjum verði frestað til ársins 2022 vegna Covid? Fjallað er um fréttir af nýjum Indiana Jones tölvuleiki og nýjum Star Wars leik. Lítið er vitað um leikina að svo stöddu en nördarnir ræða málin sín á milli. Ræðum þetta og fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins! Mynd: Halo Infinite, Returnal og Far Cry…
Bjarki, Sveinn og Daníel gera upp leikjaárið 2020. Farið er yfir það helsta frá Sony, Microsoft, Nintendo og öðrum tölvuleikjafyrirtækjum. Nýjar leikjatölvur komu á markað á árinu og fjölmargir flottir tölvuleikir. Í lok þáttar er tekinn saman topp fimm listi Nörd Norðursins fyrir tölvuleikjaárið 2020. Fylgist með – í næsta þætti ætlum við að skoða hvað árið 2021 mun bjóða upp á!
Í átjánda þætti Leikjavarpsins ræða þeir Daníel, Sveinn og Bjarki hjá Nörd Norðursins um það helsta úr heimi tölvuleikja. Við rennum stuttlega yfir það helsta úr The Game Awards 2020 tölvuleikjaverðlaununum. Bjarki spilaði fyrsta kaflann í Tell Me Why þar sem sterk trans persóna fer með aðalhlutverk og segir aðeins frá sinni upplifun á leiknum. Sveinn er búinn að vera að prufukeyra eina af fáum Xbox Series X á landinu undanfarnar vikur og segir frá helstu kostum og göllum tölvunnar og ber saman við PlayStation 5. Daníel og Sveinn spiluðu Immortals: Fenyx Rising og segja þeir frá leiknum sem tengist…