Fréttir

Birt þann 17. febrúar, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nintendo-kvöld með Rósinkrans

Daníel Rósinkrans hjá Nörd Norðursins og þáttarstjórnandi Leikjavarpsins býður upp á sérstakt Nintendo-streymi á Twitch-rás sinni í kvöld. Streymið byrjar kl. 21:00 en þá mun Daníel spila Bowser’s Fury sem kom út fyrir stuttu á Nintendo Switch. Klukkutíma síðar verður skipt yfir á beina útsendingu frá Nintendo Direct þar sem Nintendo mun kynna það sem framundan er hjá fyrirtækinu. Dagskránni lýkur svo með streymi úr Hyrule Warriors sem hefst kl. 23:00.

Hægt verður að fylgjast með streyminu á Twitch-rás Daníels Rósinkrans og efninu verður einnig deilt á Twitch-rás Nörd Norðursins. Sjáumst í kvöld!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑