Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Star Wars útgáfan af Bohemian Rhapsody! Ný tegund af jóla-ljótu-peysum (nó djók) Kafteinn Picard syngur jólalagið Let it Snow! Morgan Freeman teiknaður í iPad Terminator 2 á 60 sekúndum Ný stikla úr The Amazing Spider-Man 2 Fleiri Föstudagssyrpur
Author: Nörd Norðursins
Xbox One verður seld á Íslandi fyrir jól, ólíkt PlayStation 4. Frá þessu greinir Viðskiptablaðið. Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og Gamestöðvarinnar, segir að Xbox One leikjatölvan komi í Gamestöðina öðru hvoru megin við næstu helgi (7.-8. desember) ásamt ágætis úrvali tölvuleikja. PS4 kemur í íslenskar verslanir 29. janúar. Samkvæmt skoðanakönnun Nörd Norðursins nýtur PS4 mun meiri vinsælda á Íslandi en Xbox One, en það er spurning hvort þessar fréttir nái að auka vinsældir Xbox One að einhverju leyti. Einnig kemur þá í ljós hvort þessar útreikningar okkar standist, hvað haldið þið? -BÞJ
Kæru leikjanördar, undirbúið ykkur! Hér er að finna fjóra-og-hálfa yndislegar mínútur úr Starbound! Undanfarin tvö ár hefur breska leikjafyrirtækið Chucklefish Games unnið að gerð Starbound eftir vel heppnaða fjáröflun á netinu. Í leiknum flýr spilarinn heimaplánetu sína sem hefur verið eyðilögð af óþekktum óvinum og í kjölfarið ráfar spilarinn um heima og geima, uppgötvar ný svæði og nýjar plánetur, lendir í ýmiskonar ævintýrum og leysir ólík verkefni. Beta útgáfa leiksins er nú fáanlega hér á Steam, en fullbúna útgáfa leiksins er væntanlegur í fyrsta lagi á næsta ári á PC, OS X, Linux, PS Vita, PS4 og Ouya. -BÞJ
Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Frekar takmarkað magn af spennandi titlum líta dagsins ljós í desember, en margir flottir leikjatitlar – og nýjar leiktatölvur – komu í verslanir í síðasta mánuði. Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í desember. Broken Sword: The Serpent’s Curse 4. desember – PC, OS X, Linux, Android, iOS og PS Vita Gran Turismo 6 6. desember – PS3 Bravely Default / Bravely Default: For the Sequel (uppfærð útgáfa) 6. desember – Nintendo 3DS Scribblenauts Unlimited 6. desember – Nintendo 3DS…
„Unglingsstúlkan Katja hefur aldrei vitað hvað hún er í raun og veru. Hún veit af atburðum áður en þeir gerast og sér voðaverk fortíðarinnar. Undarleg og óskiljanleg tilfinning ásækir hana og kallar á átök. Kvöld eitt birtist hin dularfulla Serdra og segist vera af sama meiði og að þeim beri skylda til að sporna við djöfullegum öflum sem ógna mannkyni. Katja yfirgefur heimahagana til að læra á aflið sem býr innra með henni og stígur þar með inn í aldagamalt skuggastríð.“ Þetta stendur aftan á bókinni Kallið eftir Elí Freysson sem gefin var út núna fyrir stuttu. Eins og sést…
Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur tilkynnt að þriðja sería af Sherlock hefst 1. janúar 2014 á BBC One. Líkbíl var keyrt um London með blómaskreytingum sem myndaði setninguna „Sherlock 01 01 14 og hashtagginu #sherlocklives. #SherlockLives on January 1 2014. pic.twitter.com/yEwjtH9Qwv — Sherlockology (@Sherlockology) November 29, 2013 Fyrsti þátturinn ber heitið „The Empty Hearse“ og verður sýndur 1. janúar. Annar þáttur, „The Sign Of Three“, verður sýnur aðeins fjórum dögum síðar, eða sunnudaginn 5. janúar, og þriðji og síðasti þátturinn, „His Last Vow“, verður sýndir sunnudaginn 12. janúar. Sherlock þættirnir hófu göngu sína árið 2010 og fer Benedict Cumberbatch með…
Kínverjar skautu Chang’e 3, ómannaðri geimflaug, á loft 1. desember síðastliðinn og er áætlað að geimfarið lendi á tunglinu um miðjan desember. Liðin eru 37 ár síðan að geimfar lenti á tunglinu, en það var geimfar frá Sovíetríkjunum sem lenti þar síðast árið 1976. Könnunarjeppinn Yutu (þýtt sem Jade Rabbit á ensku) fylgir Chang’e 3, en nafnið er fengið úr kínverskri goðsögn um hvíta kanínu sem býr á tunglinu. Geimskotið – styttri útgáfan Geimskotið – lengri útgáfan Heimild: RUV og Wikipedia / -BÞJ
Fimmtudaginn 5. desember klukkan 18:30 mun TEDxReykjavík í samstarfi við Bíó Paradís bjóða upp á beina útsendingu frá TEDWomen ráðstefnunni sem haldin er í San Francisco. Þetta er þriðja árið í röð sem TEDWomen ráðstefnan er haldin og er áherslan í ár á uppfinningar: allt frá nýjustu tækniframförum yfir í hvernig finna má nýjar leiðir til að uppræta fátækt. Meðal fyrirlesara verða Sheryl Sandberg, COO hjá Facebook og höfundur bókarinnar Lean In. TEDWomen er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, enda…
Eldur er önnur bók í Englafoss þríleiknum en fyrsta bókin, Hringurinn, kom út í fyrra, sú bók hlaut mörg verðlaun og var meðal annars valin besta þýdda táningabókin af starfsmönnum bókverslana hér á landi. Rýni á þeirri bók birtist hér hjá Nörd Norðursins fyrr á árinu og má lesa hér. „Hinar útvöldu eru að hefja annað árið í menntaskóla. Allt sumarið hafa þær óttast næstu aðgerðir demónanna en ógnin kemur úr átt sem þær hefðu ekki getað ímyndað sér. Það verður augljósara með hverjum deginum að eitthvað mjög alvarlegt er á seyði í Englafossi. Fortíð og nútíð fléttast saman, lifandi…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Conan spilar World Of Warcraft á BlizzCon ’13 Conan spilar klassíska leiki á Atari 2600 Geimfarinn Chris Hadfield með gott Movember innlegg Nokkur virkilega flott myndbönd úr GTA V Fleiri Föstudagssyrpur