Fréttir

Birt þann 7. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þetta kosta PS4 og Xbox One á Íslandi

Verðmiði PlayStation 4 og Xbox One hefur verið staðfestur. Xbox One ásamt fótboltaleiknum FIFA 14 kostar 139.999 kr. í Gamestöðinni og má gera ráð fyrir því að Xbox One án tölvuleiks eigi því eftir að kosta u.þ.b. 129.999 kr. Elko tilkynnti á Facebook að fyrirtækið hefði sent þeim 300 fyrstu sem skráðu sig á biðlista fyrir PS4 tölvupóst, en tölvan er væntanleg í íslenskar verslanir 29. janúar. Þar staðfestir Elko að PS4 kosti 84.995 kr. og sérstakur Killzone-pakki seljist á 94.995 kr.

PS4 Elko - Xbox Gamestodin

Verðmiðarnir eru ekki fjarri okkar útreikningum. Það verður að teljast nokkuð gott að PS4 kosti ekki meira en tæpar 85.000 kr. hér á landi, en það er töluvert ódýrara en álíka dýrt og að kaupa tölvuna í gegnum erlenda netverslun. Xbox One er álíka dýr og við reiknuðum með og er heilum 40.000 kr. dýrari en PS4 í íslenskum verslunum.

Hvernig finnst ykkur verðin? Eru þau sanngjörn?

Heimildir: Gamestöðin á Facebook / Elko á Facebook

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑