Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Vantar þig hugmyndir að jólagjöf? Hér hef ég útbúið lista yfir 18 jólagjafahugmyndir sem spanna allt frá ókeypis kortaspili yfir í 140.000 kr. leikjatölvu. Listinn er flokkaður í stafrófsröð. 1. Bíókort Bíó Paradís Bíó Paradís er með jólatilboð á 5 skipta klippikorti á 5.000 kr. Bíó Paradís sýnir fjölbreytt úrval kvikmynda sem ekki eru sýndar í öðrum íslenskum kvikmyndahúsum. Við nördarnir mælum sérstaklega með Svörtum sunnudögum, þar sem klassískar költ myndir á borð við Dawn of the Dead og The Fly hafa verið sýndar. Tilvalið fyrir kvikmyndanördann sem kvartar endalaust yfir ófjölbreyttu Hollywood sulli. Verð: 5.000 kr. 2.…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Tölvuleikjarokk í boði Scythia! Lög úr Wizards and Warriors, Castlevania, Skyrim, Zelda: Ocarina of Time, Final Fantasy VI og Tetris. Honest Movie Trailer – The Hobbit: An Unexpected Journey Will Ferrell er Katniss er Will Ferrell Þegar Katniss talar 25% hægar… B-vörur frá Kína Batman sagan í byrjun er æðisleg! Spilað Pong á meðan beðið er eftir græna kallinum (Því miður er þetta myndband…

Lesa meira

Þetta haust er búið að vera mjög spennandi fyrir tölvuleikja nörda því bæði Microsoft og Sony hafa gefið út nýjar leikjatölvur, Xbox One og PS4. Einnig hafa komið út leikir á borð við Assassins Creed Black Flag og CoD Ghosts eins og á hverju ári. Margir eru mjög spenntir fyrir þessum leikjum en útaf þeim hafa nokkrir „minni“ leikir ekki fengið jafn mikla athygli. Einn af þeim er nýjasti leikurinn í Ratchet & Clank seríunni. Ég var persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik þar sem Insomniac ákváðu að nýtast við gömlu R&C formúluna. Leikirnir tveir sem komu á undan All…

Lesa meira

Önnur Godzilla mynd er væntanleg frá Hollywood í maí 2014 og binda margir vonir um að nýja myndin eigi eftir að endurvekja Godzilla skrímsla-æðið mikla. Gareth Edwards leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Aaron Taylor-Johnson, Bryan Cranston og Elizabeth Olsen. Open Grave er hrollvekja sem Gonzalo López-Gallego leikstýrir. Í myndinni fer Sharlto Copley með hlutverk manns sem vaknar í fjöldagröf og hefur ekki hugmynd um hvernig hann komast þangað. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús árið 2014. Godzilla Open Grave (18+) -BÞJ

Lesa meira

Jupiter Ascending er vísindaskáldskapur sem er væntanlegur í kvikmyndahús sumarið 2014. Mila Kunis, Channing Tatum og Sean Bean fara með aðalhlutverk í myndinni og Lana og Andy Wachowski leikstýra. 300: Rise of an Empire er framhald af 300 frá árinu 2007 og byggir á sögu eftir Frank Miller. Sullivan Stapleton, Eva Green, Lena Headey fara með aðalhlutverk og Noam Murro leikstýrir. Myndin er væntanleg í bíó í mars 2014. Jupiter Ascending 300: Rise of an Empire  -BÞJ

Lesa meira

Nú eru aðeins örfáar vikur eftir af árinu og því tilvalinn tími til að rifja upp hvað kvikmynda- og leikjaárið 2013 hafði upp á að bjóða. Skellið heyrnartólunum á hausinn, stillið hljóðið í botn og undirbúið ykkur undir heilan haug af fjölbreyttum sköpunarverkum. Þvílíkt ár! Kvikmyndaárið 2013 Leikjaárið 2013 -BÞJ

Lesa meira

Við viljum benda lesendum okkar á áhugaverðan og ódýran rafbókapakka sem StoryBundle er að bjóða upp á um þessar mundir. Pakkinn ber heitið Video Game Bundle 2.0 og inniheldur 6-9 ólæstar rafbækur. Kaupandinn ákveður hversu háa upphæð hann borgar fyrir bækurnar – þó ekki minna en 3 pund. Fyrir 3-9 pund fást eftirfarandi sex bækur: Dreamcast Worlds – Zoya Street Kill Screen Issue #1 – Kill Screen Magazine Kill Screen Issue #7 – Kill Screen Magazine Blue Wizard is About To Die – Seth Barkan The Guide to Classic Graphic Adventures – Kurt Kalata Vaporware – Richard Dansky Ef…

Lesa meira

VGX verðlaunahátíðin (áður VGA) 2013 var haldin hátíðleg í gær á Spike TV. Kynnir kvöldsins var Joel McHale úr Community þáttunum sem bauð áhorfendum upp á haug af vandræðalegum augnablikum. En hvað um það, fjöldi tölvuleikja hlaut verðlaun, þar á meðal GTA V og BioShock Infinite. Sigurvegarar VGX 2013 eru: Áhorfendur kusu: Mesta eftirvænting – Titan Fall Besti farleikurinn (mobile) – Plants vs. Zombies 2: It’s About Time Leikjapersóna ársins – The Lutece Twins (BioShock Infinite) VGX nefndin kaus: Besta lagið – „Will the Circle be Unbroken“ (BioShock Infinite) Besta tónlistin (soundtrack) – Grand Theft Auto V Besta…

Lesa meira

Verðmiði PlayStation 4 og Xbox One hefur verið staðfestur. Xbox One ásamt fótboltaleiknum FIFA 14 kostar 139.999 kr. í Gamestöðinni og má gera ráð fyrir því að Xbox One án tölvuleiks eigi því eftir að kosta u.þ.b. 129.999 kr. Elko tilkynnti á Facebook að fyrirtækið hefði sent þeim 300 fyrstu sem skráðu sig á biðlista fyrir PS4 tölvupóst, en tölvan er væntanleg í íslenskar verslanir 29. janúar. Þar staðfestir Elko að PS4 kosti 84.995 kr. og sérstakur Killzone-pakki seljist á 94.995 kr. Verðmiðarnir eru ekki fjarri okkar útreikningum. Það verður að teljast nokkuð gott að PS4 kosti ekki meira en…

Lesa meira