Síminn hefur tilkynnt að tölvuleikjakeppnin Skjálfti muni fá endurnýjun lífdaga sinna og snúa aftur um miðjan apríl. Skjálftamótin hafa ekki verið haldin í nokkur ár, en þau voru á sínum tíma vinsælustu LAN-mót Íslands, þar sem hundruðir einstaklinga kepptu í tölvuleikjum á borð við Counter-Strike, Quake, Warcraft og fleiri leikjum. Fyrsta skjálftamótið mun vera League of Legends mót, og verður ólíkt fyrri mótum, spilað á netinu. Skráning er þegar hafin á Skjálftasíðu Símans, en mótið hefst miðvikudagskvöldið 16. apríl. Síminn mun verðlauna efstu þrjú liðin í mótinu, en nánari upplýsingar um vinninga og mótsskipulag mun vera tilkynnt nánar þegar skráningu…
Author: Nörd Norðursins
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Power Glove ofnhanskinn Áhugasamir geta tekið þátt hér í Kickstarter fjáröfluninni Ef The Hobbit væri 8-bita leikur Talk Nerdy to Me Nördaútgáfan af Talk Dirty með Jason Derulo Ryu og Ken úr Street Fighter í rappstríði! Tengt efni: Fleiri FÖSTUDAGSSYRPUR Tengt efni: Herjólfur Simulator 2014 og fleiri aprílgöbb
Fyrsti apríl var í gær og fylltist internetið af allskyns aprílgöbbum. Við hjá Nörd Norðursins töldum lesendum trú um að við værum að opna nýja áskriftar sjónvarpsstöð, NNTV, sem væri borguð með Auroracoin. Hér er samansafn af nokkrum skemmtilegum aprílgöbbum þetta árið. Google Maps: Pokémon Challenge HALF-LIFE 4!!!!111!!!! Blizzard Outcasts: Vengeance of the Vanquished Blizzard kynnti nýjan leik í anda Mortal Kombat ásamt stjórntæki dauðans á síðunni www.eu.blizzard.com/en-gb/games/outcasts Elko: Herjólfur Simulator 2014 Lýsing á vöru: „Sigldu með farþega og bifreiðar í glænýjum íslenskum hermir. Spilari þarf bæði að sjá um siglingar skipsins og reka fyrirtækið sjálft. Spilari…
Reykjavík Shorts&Docs Festival hefst í dag og er hátíðin haldin í 12. sinn. Verða sýningar bæði í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum en hátíðinni lýkur 9. apríl næstkomandi. Er hátíðin heimavöllur innlendra og erlendra stutt- og heimildarmynda, en auk kvikmyndasýninga munu sérstakir viðburðir setja svip sinn á hátíðina. Það kennir ýmissa grasa á hátíðinni og því um að gera að kynna sér dagskrána vel. En ef þið hafið ekki tíma til þess að sjá nema tvær til þrjár myndir þá eru hér fyrir neðan þrjár myndir sem ég mæli sérstaklega með. Þó ég hafi ekki séð nema eina af þeim, Drifters, þá vekja…
Nintendo er með Mario og Zelda og Xbox One er með Titanfall, þetta eru leikirnir sem selja vélarnar. Nú fyrir stuttu kom út leikurinn sem jók sölu PS4 véla í Bretlandi verulega; inFAMOUS: Second Son. inFAMOUS: Second Son er þriðji leikurinn í inFAMOUS seríunni og fylgir söguhetjunni Delsin Rowe. Leikurinn gerist sjö árum eftir dauða Cole MacGrath og Seattle borg í Bandaríkjunum er staðsetning leiksins eins og í fyrri leikjum. Delsin er bandarískur frumbyggi af indíána ættum sem fær krafta sem svipa til fyrri hetju inFAMOUS leikjanna. Eini munurinn er að Delsin er svokallaður „conduit“ eða leiðari og getur því dregið í sig…
Haldið verður Linux InstallFest á Múltíkúltí, Barónsstíg 3 í Reykjavík, kl. 15:00 – 21:00. Þar geta áhugasamir borgað 500 kr. fyrir uppsetningu á Linux Mint eða öðru Linux stýrikerfi á tölvuna sína. Gjaldið rennur til Pírata og Félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Stór hluti tölvunotenda notar ennþá Windows XP stýrikerfið en frá og með 8. apríl næstkomandi mun Windows hætta að uppfæra stýrikerfið. Windows XP mun þar af leiðandi verða auðveldara skotmark með tímanum fyrir tölvuþrjóta og um að gera að uppfæra yfir í nýrra stýrkerfi. Linux er ókeypis stýrikerfi og byggir á opnum og frjálsum hugbúnaði. Linux Mint og Linux Ubuntu eru…
Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í apríl. Goat Simulator 1. apríl – PC The Elder Scrolls Online 4. apríl – PC og Mac (væntanlegur á PS4 og Xbox One í sumar) Daylight 8. apríl – PC og PS4 [frestað] 2014 FIFA World Cup Brazil 17. apríl – PS3 og Xbox 360 Trials Fusion 16. apríl – PC, PS4, Xbox 360 og Xbox One JoJo’s Bizarre Adventure: All Star Battle 25. apríl – PS3 Child of Light 30. apríl – PC, PS3, PS4, Wii U, Xbox 360 og Xbox…
Uppfært 2. apríl 2014: Aprílgabb! Kæru lesendur Nörd Norðursins. Á undanförnum vikum og mánuðum höfum við verið að undirbúa þann möguleika að leyfa lesendum okkar að fá meira úr Nörd Norðursins upplifun sinni. Frá og með deginum í dag munum við hjá Nörd Norðursins því bjóða lesendum okkar upp á nýja þjónustu. Nörd Norðursins kynnir með stolti: Nörd Norðursins TV! Við höfum sleitulaust unnið að þessari dagsetningu, vitandi að nú hafa Íslendingar fengið aðgang að hinum nýja rafgjaldmiðli Auroracoin. Nú getur þú kæri lesandi, notað Auroracoin gjaldmiðilinn þinn til að tryggja þér áskrift að NNTV á heimasíðu Nörd Norðursins,…
Laugardaginn 5. apríl næstkomandi verður haldið upp á Alþjóðlega borðspiladaginn (International TableTop Day) víða um heim. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í fyrra af Geek & Sundry og voru þá yfir 3.000 viðburðir skráðir í 64 löndum. Gert er ráð fyrir að enn fleiri haldi upp á daginn þetta árið. Á þessum degi eru spilarar hvattir til að hittast og spila saman, og með þeim hætti efla spilamenninguna. Það má nefninlega ekki gleyma því að spil eru ekki bara skemmtileg, heldur líka tilvalin leið til að verja meiri tíma með vinum og styrkja tengslin – og auðvitað hafa gaman líka! Tvær…
Nú geta lesendur gerst áskrifendur af sérstöku fréttabréfi sem Nörd Norðursins mun senda frá sér einu sinni til tvisvar í mánuði. Í fréttabréfinu verður hægt að finna allt það helsta og heitasta á Nörd Norðursins að hverju sinni á einum stað. Svo er aldrei að vita nema heppnir áskrifendur eigi eftir að fá nördalegan glaðning á næstunni. Það kostar ekkert að gerast áskrifandi og auðvelt er að skrá sig. Þú einfaldlega smellir hér og fyllir út nafn, netfang og viðeigandi áhugasvið. Gerast áskrifandi!