Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Leikjahátíðin Pax East 2014 var haldin 11.-13. apríl í Boston. Hér eru þrjár áhugaverðar leikjastiklur sem voru sýndar á hátíðinni, þar á meðal Sid Meier’s Civilization: Beyond Earth! Síðast en ekki síst er að finna brot af þeim fjölbreyttu búningum sem gestir hátíðarinnar klæddust þetta árið. Wolfenstein: The New Order [18+] Civilization: Beyond Earth The Evil Within [18+] Cosplay!  -BÞJ

Lesa meira

MMR (Markaðs og miðlarannsóknir) kynnti niðurstöður nýrrar könnunar á markaðsráðstefnunni How Cool Brands Stay HOT í Háskólabíó á föstudaginn. MMR kannaði hvaða vörumerki þykja svöl að mati íslensku aldamótakynslóðarinnar (einnig kölluð Y-kynslóðin). Vörumerkjum var skipt niður í nokkra flokka og þar kom meðal annars fram að Apple og Samsung þykja svölustu farsímavörumerkin hér á landi og mælist mjög lítill munur á milli vörumerkjanna tveggja. Í flokknum tölvur kom fram að Apple væri svalast, þar á eftir PlayStation, Nintendo og Dell. Xbox frá Microsoft komst ekki á listann í umræddri könnun. Hér eru þau fjögur tölvuvörumerki sem Y-kynslóðinni á Íslandi þykja svölust. Prósentutalan segir til…

Lesa meira

Dark Souls kom út í október 2011 á PS3 / Xbox360 og u.þ.b. ári seinna á PC en hann hefur alltaf verið ofarlega í huga leikjaunnenda. Undirritaður hefur verið að hlusta á nokkur leikjahlaðvörp (podcasts) síðastliðin ár og það líður varla vika án þess að minnst sé á Dark Souls í einhverju samhengi. Samfélag Dark Souls spilara, t.d. á Reddit, er enn mjög virkt, jafnvel eftir útgáfu Dark Souls 2. Sjálfur tel ég leikinn einn af þeim bestu sem ég hef spilað en það er einn munur á mér og þessum sem halda áfram að spila hann ár eftir ár…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Uppruni þekktra meme-a Draumastaða kúluspilarans Winnie the Pooh fer með línurnar hans Darth Vaders! Súperman kom við sögu í Gravity… Snilldarlega gerð marmarakúlu-klukka Fleiri Föstudagssyrpur

Lesa meira

Ef að þið eruð að lesa þessa gagnrýni, þá hafið þið líklega séð flestar (ef ekki allar) nýjustu Marvel ofurhetjumyndirnar, frá Hulk til nýjustu myndarinnar Captain America: The Winter Soldier. Og ef að þið eruð eitthvað eins og ég, þá hafið þið misjafnar skoðanir á öllum þessum myndum. Ég held því t.d. fram að Iron Man myndirnar hefðu aldrei verið vinsælar án ákveðins manns sem var fæddur til að leika Tony Stark. Því að þó að Iron Man myndirnar geti verið skemmtilegar að horfa á, þá skilja þær ekki mikið eftir sig. Sem betur fer á það ekki við nýjustu…

Lesa meira

Ó hvað ég hef beðið eftir þessum leik og þessar frestanir á honum hafa bara gert mann enn æstari, en hann kom loksins út! Maður byrjar sem nýr krakki í hinum stórundarlega bæ South Park. Aðalpersónur þáttanna eru að LARPa þar sem sá sem hefur „The Stick of Truth“ ræður öllu í LARP-inu. Maður byrjar á því að hitta Cartman og hann útskýrir þetta allt fyrir manni, en það sem kemur fyrir er að prikið hverfur og þá er nýi krakkinn sendur í málið. Maður byrjar leikinn á því að geta valið sér mismunandi flokka (class) eftir því hvernig maður vill…

Lesa meira

Kristján Már Gunnarsson skrifar: Indie myndasögur eru gróðrarstía „high concept“ verka. Það þýðir að hugmynd, eða hugsjón, frekar en persónur og söguþráður skipta höfuðmáli. Þá er ekki verið að leita að næsta Tony Stark eða Bruce Wayne heldur er reynt að rýna í ákveðna hugmynd og reynt að sjá hvernig hægt er að toga hana til. Spurt er: hvað ef Bretar hefðu fengið alla vísindamenn nasista eftir seinni heimstyrjöld? Svarið er serían Ministry of Space. Ofurhetja verður ill og eyðir heiminum? Irredeemable. Hvað ef geimverur ráðast á kúreka? Cowboys and Aliens. Myndasögur eru sérstaklega hentugur miðill fyrir „high concept“ sögur þar…

Lesa meira

Kristján Már Gunnarsson skrifar: Indie myndasögur eru gróðrarstía „high concept“ verka. Það þýðir að hugmynd, eða hugsjón, frekar en persónur og söguþráður skipta höfuðmáli. Þá er ekki verið að leita að næsta Tony Stark eða Bruce Wayne heldur er reynt að rýna í ákveðna hugmynd og reynt að sjá hvernig hægt er að toga hana til. Spurt er: hvað ef Bretar hefðu fengið alla vísindamenn nasista eftir seinni heimstyrjöld? Svarið er serían Ministry of Space. Ofurhetja verður ill og eyðir heiminum? Irredeemable. Hvað ef geimverur ráðast á kúreka? Cowboys and Aliens. Myndasögur eru sérstaklega hentugur miðill fyrir „high concept“ sögur þar…

Lesa meira

Hvað geriru þegar unglingurinn á heimilinu spilar reglulega tölvuleiki í 10 tíma á dag og hefur engan tíma fyrir fæði eða samskipti, önnur en í gegnum tölvuleiki? Sumir myndu tala við unglinginn og aðrir leita hjálpar sálfræðings. Í Kína er boðið upp á róttækari lausnir en þar er hægt að senda tölvusjúku unglingana á sérstök meðferðarheimili fyrir netfíkla, en 400 slíkar meðferðarstofnanir er að finna þar í landi. Fjallað er um eitt slíkt meðferðarheimili í heimildarmyndinni Web junkie og er áhorfendum veitt tækifæri til þess að fylgjast með því sem þar fer fram. Það eru þær Shosh Shalm og Hilla…

Lesa meira

4. apríl síðastliðinn voru nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að Nörd Norðursins hóf göngu sína. Upphaflega byrjaði Nörd Norðursins sem veftímarit (sem er ennþá hægt að nálgast ókeypis hér á Issuu) en eftir fimm tölublöð var ákveðið að fókusa á heimasíðuna. Á þessum þremur árum höfum við birt mörg hundruð færslur, allt frá minni fréttum upp í stærri greinar, viðtöl og gagnrýni. Markmið Nörd Norðursins er að efla íslenska nörda samfélagið í heild sinni og um leið vekja athygli á því og höfum við gert það með því að fjalla um fjölbreytt efni sem eiga það eitt sameiginlegt að…

Lesa meira