Fréttir

Birt þann 16. apríl, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjadjamm í íslenskri sveitasælu 25. – 29. apríl

Hljóðhönnuðurinn Jóhannes Gunnar Þorsteinsson og Leikjasamsuðan, samfélag íslenskra leikjahönnuða, halda leikjadjammið Isolation Game Jam 2014 í íslenskri sveitasælu dagana 25. til 29. apríl næstkomandi. Leikjadjamm, eða „game jam“ eins og það heitir á ensku, er samkoma leikjahönnuða með það sameiginlega markmið að búa til tölvuleiki á stuttum tíma.

Leikjadjammið verður haldið á Kollafossi í Vesturárdali, netlausum bóndabæ í Miðfirði, og tekur um þrjá klukkutíma að keyra þangað frá höfuðborginni. Umhverfið í kring er ósvikin íslensk náttúra sem getur varla verið annað en góður innblástur fyrir íslenska leikjahönnuði. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir íslenska leikjahönnuði til að þjálfa sig í leikjagerð, efla tengslanetið og hafa gaman.

Tekið skal fram að takmarkað pláss er í boði og gistingin kostar 5.000 kr.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Isolation Game Jam 2014.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑