inFAMOUS: First Light er baksaga Abigail Walker sem er persóna í inFAMOUS: Second Son. Hægt er að kaupa hann sem niðurhal eða á diski og hægt er að spila leikinn án þess að eiga Second Son. Leikurinn er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4. Sagan gerist fyrir atburði fyrri leiksins og flakkar hún fram og til baka í tíma. Abigail, eða Fetch eins og hún er kölluð, er í haldi yfirvalda vegna þess að hún er með óvenjulega krafta. Hún segir sögu sína hvernig hún var handsömuð ásamt því að sýna krafta sína í lokuðum risastórum sal með óvinum sem eru…
Author: Nörd Norðursins
Ef þig langar til að búa til tölvuleik, ert með góða hugmynd að leik eða langar til að læra örlítið meira um hvernig tölvuleikir eru gerðir þá er Game Creator eitthvað fyrir þig. Þátttakendum er boðið að taka þátt í fjórum vinnustofum (efnið verður einnig aðgengilegt á netinu) þar sem sérfræðingar veita aðstoð við gerð leikjanna. Keppnin hefst formlega laugardaginn 17. janúar og skiladagur á fullbúnum leik er laugardagurinn 14. febrúar. Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér og þátttökuskráning er að finna hér. Game Creator keppnin er haldin á vegum Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Margmiðlunarskólann og Samtök iðnaðarins.…
Hideo Kojima kemur með Metal Gear Solid V: The Phantom Pain einhvern tímann á næsta ári. Í sárabætur fengum við Metal Gear Solid V: Ground Zeroes til að svala forvitninni. Þessi stutti leikur er stutt forsaga Phantom Pain og virkar í rauninni sem spilunarleiðbeiningar. Metal Gear leikirnir hafa stokkið fram og til baka hvað varðar tíma en þessi leikur er beint framhald leiksins Metal Gear Solid 3: Peace Walker. Þessi leikur var spilaður á PlayStation 3. Hinn eitursvali Snake er sendur í enn eina hættuförina þar sem hann þarf að bjarga tveim manneskjum á leynilegri bandarískri herstöð á Kúbu og…
Nú þegar snjókorn falla á allt og alla, hátíðarbragur að koma til byggða og undirbúningur í hámarki fyrir aukakílóin er upplagt að skoða hvaða tölvuleikir stóðu hvað mest upp úr á árinu. Heimasíðan VGChartz tók saman og gerði lista yfir mest seldu leiki og leikjavélar yfir árið, sem gefur góða vísbendingu hvaða leikir voru vinsælastir. Ef listinn fyrir Evrópu er skoðaður þá er FIFA 15 klárlega vinsælasti leikur ársins. Ef litið er á topp tíu mest seldu leikina þá er FIFA 15 með fjögur pláss á listanum, mætti halda að Evrópa hefði gaman af fótbolta. Þrátt fyrir að COD leikirnir…
Svartir Sunnudagar bjóða í Tim Burton veislu á annan í jólum í Bíó Paradís. Sýndar verða myndirnar Edward Scissorhands klukkan 20:00 og The Nightmare Before Christmas, í þrívídd, klukkan 22:00. Miðaverð er 2.000 kr á báðar myndirnar, en 1.400 kr á staka mynd. Miðasala á tix.is og í Bíó Paradís. Költhópinn skipa Sjón, Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson. Viðburðurinn á Facebook EDWARD SCISSORHANDS Meistaraverk Tim Burtons fjallar um feiminn mann með skæri í stað handa, sem er tekinn undir verndarvæng amerískrar kjarnafjölskyldu. Ekki líður á löngu þar til hann verður ástfanginn af heimasætunni, en myndin er rómantísk og kaldhæðin…
Nörd Norðursins hefur leitina að nördalegasta jólaskrautinu á Íslandi. Jólaskrautið getur tengst tölvuleikjum, vísindaskáldskap, hryllingi, fantasíu, ofurhetjum, myndasögum eða öðru sem hægt er að skilgreina sem nördalegt. Til að taka þátt tekur þú einfaldlega mynd af nördalega jólaskrautinu þínu og birtir hana á Instagram með merkinu #nördajól eða #nordajol. Vegleg verðlaun eru í boði: 1. sæti – King of Tokyo frá Spilavinum, Fido og Super á DVD og Myndasögu appið frá Gebo Kano. Aukavinningar – Gloom frá Spilavinum og Myndasögu appið frá Gebo Kano Jólaskrautið verður að vera í eigu þess sem tekur myndina og þarf sá hinn sami…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit |
Skúli Þór Árnason skrifar: Nú hef ég tekið mér dágóðan tíma í að lesa nýjustu bók Elís Freyssonar sem nefnist Kistan. Kistan er beint framhald af bókinni Kallið sem kom út í fyrra. Rétt eins og Kallið er Kistan dularfull fantasía um stúlkuna Kötju og lærimeistara hennar, Serdru, og ferðalag þeirra um heiminn í báráttu þeirra við hið ógurlega Bræðralag Pyttsins. Það er ýmislegt mjög jákvætt við seinni bókina um Kötju og félaga, bókin er vel skrifuð og heimurinn er vel skapaður og vekur áhuga þrátt fyrir að honum sé ekki lýst alltof vel. Bókin er svipuð Kallinu að því leiti að…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Íslenska hugbúnaðarhúsið Gebo Kano sérhæfir sig í gerð á uppbyggilegum en skemmtilegum smáforritum fyrir krakka. Í þessari viku gaf fyrirtækið út appið Myndasaga. Um er að ræða nýtt íslenskt app fyrir iPad þar sem krakkar geta búið til sína eigin myndasögubók. Í appinu má finna skemmtilegar myndir af persónum, hlutum og bókstöfum sem krakkar geta raðað upp í bókina sína og valið úr mismunandi bakgrunnum. Þegar myndasagan er tilbúin er hægt að vista bókina fyrir iBooks eða önnur bókaforrit og þannig deila nýju bókinni með vinum og fjölskyldu. Gebo Kano hefur einnig gefið út öppin Word Creativity Kit, Segulljóð, Orðaflipp og Jólasveinadagatalið o.fl. Smelltu hér til að…