Fréttir

Birt þann 4. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslandsmeistaramót í Tetris á LebowskiBar

Í kvöld, miðvikudaginn 4. febrúar, kl. 20:00 verður sovésk stemning á LebowskiBar þar sem Íslandsmeistaramótið í Tetris fer fram. Tetris er einn vinsælsti þrautaleikur allra tíma og náði Game Boy útgáfa leiksins miklum vinsældum í kringum 1989-1990. Leikurinn lifir enn góðu lífi víðsvegar í tölvuheimum, m.a. á Facebook og PlayStation 4.

Skráning fer fram á LebowskiBar og í síma: 552-2300.
Það kostar 1.000 kr. að taka þátt og komast aðeins 32 keppendur að.

Nánari upplýsingar má finna hér á Facebook.

Islandsmeistaramot_Tetris_plakat

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑