Bíó og TV

Birt þann 22. desember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tim Burton veisla í Bíó Paradís annan í jólum

Svartir Sunnudagar bjóða í Tim Burton veislu á annan í jólum í Bíó Paradís. Sýndar verða myndirnar Edward Scissorhands klukkan 20:00 og The Nightmare Before Christmas, í þrívídd, klukkan 22:00. Miðaverð er 2.000 kr á báðar myndirnar, en 1.400 kr á staka mynd. Miðasala á tix.is og í Bíó Paradís.

Költhópinn skipa Sjón, Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson.

Viðburðurinn á Facebook

 

EDWARD SCISSORHANDS 

Edward_sciccorhands

Meistaraverk Tim Burtons fjallar um feiminn mann með skæri í stað handa, sem er tekinn undir verndarvæng amerískrar kjarnafjölskyldu. Ekki líður á löngu þar til hann verður ástfanginn af heimasætunni, en myndin er rómantísk og kaldhæðin þar sem hún gerist í úthverfi, í súrealískum heimi. Johnny Depp leikur stórleik og vilja margir meina að hér sé um að ræða eina bestu frammistöðu hans sem leikara á ferlinum. Myndin er fyrri jólasýning Svartra Sunnudaga 26. desember og verður sýnd kl 20:00.

 

THE NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS (3D) 

Nightmare_before_christmas_3D

Graskerskonungur Hrekkjavökubæjarins ákveður að breiða út boðskap jólanna til heimsins alls. En þrátt fyrir góðan ásetning setur þetta jólasveininn í þrönga stöðu og býr til martröð fyrir öll góð börn heimsíns. Ekki missa af klassískri jólamynd í þrívídd (3D), Burton jólum sem áhorfendur munu seint gleyma, en myndin er seinni jólasýning Svartra Sunnudaga 26. desember og verður sýnd kl 22:00.

– Fréttatilkynning frá Bíó Paradís

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑