Íslenskt

Birt þann 6. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

UTmessan 2015 haldin í Hörpu 6. og 7. febrúar

UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin í fimmta sinn dagana 6. og 7. febrúar í Hörpu.

Tilgangur UTmessunnar er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Snjallhlutavæðing, Internetið alls staðar (IoE), samtenging snjallhluta (IoT), drónar, gagnaver, aðgangur erlendra aðila að gögnum, þrívíddarprentun, hönnunarkeppni, forritun barna, tölvuský, sýndarveruleiki, gervigreind, tölvutætingi og ótal margt fleira kemur við sögu, ásamt fjölda áhugaverðra fyrirlestra, sýningu á gömlum tölvum, glæsilegir sýningarbásar fyrirtækja, keppna, kennslu og afhendingu UT verðlauna Ský setja mark sitt á UTmessuna 2015 sem er tvískipt.

Föstudaginn 6. febrúar er ráðstefna sem ætluð er fagfólki en laugardaginn 7. febrúar er Harpa opin almenningi þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa. Getraunir, leikir, sýningar, kynningar og uppákomur verða þá í gangi þar sem fjölskyldan getur komið og séð með eigin augum hvað framtíðin ber í skauti sér. Á laugardeginum er ókeypis aðgangur og frítt í bílastæðahúsið á meðan húsrúm leyfir.

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum og er átak í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum. UTmessan er stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi og gaman að segja frá því að frá því hún var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdar greinar aukist verulega. Gaman er að sjá að þar hafa stelpur sýnt greininni meiri áhuga en enda er um fjölbreytt hálaunastörf að ræða sem henta báðum kynjum og fara vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.

Gríðarlegur áhugi hefur verið á UTmessunni síðustu ár og er óhætt að segja að dagskráin í ár sé glæsileg eins og sjá má á www.utmessan.is.

 

Smelltu hér til að skoða myndir frá UTmessunni 2014

 

– Fréttatilkynning, UTmessan

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑