Fréttir

Birt þann 11. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

EVE Online tilnefndur til BAFTA verðlauna

EVE Online tölvuleikur CCP hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlauna. Leikurinn er tilnefndur í flokkinum Best Persistent Game in 2015, sem þýða mætti sem besti leikurinn í flokki viðvarandi eða varanlegra leikja á árinu 2015. EVE Online fagnar 12 ára afmæli sínu í ár, en hann kom út í maí 2013.

Það er ljóst að samkeppnin um sjálf verðlaunin er hörð, enda nokkrir af stærstu tölvuleikjum heims tilnefndir í umræddum flokki. Má þar nefna World of Warcraft, World of Tanks og League of Legends.

BAFTA verðlaunin í tölvuleikjum, eða Britist Academy Video Games Awards, verða afhent þann 12. mars í London. Verðlaununum er ætlað að viðurkenna og verðlauna sköpun, tækni og framþróun og í tölvuleikjagerð í heiminum. Bæði einstaklinga og leiðsheilda. Það er liðsheildin á bakvið EVE Online sem er tilnefnt til verðlaunanna.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að gerð og þróun EVE Online síðustu ár að fá þessa tilnefningu. Leikurinn hefur vissulega hlotið margskonar verðlaun frá því leikurinn kom fyrst út, en þessi tilnefning kemur úr annarri átt. Það eitt að vera tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir EVE Online, sem fagnar 12 ára afmæli sínu í ár, er áfangi og viðurkenning. Við erum fyrst og fremst stolt og ánægð með tilnefninguna, svo kemur bara í ljós þann 12. mars hvort við fáum sjálf verðlaunin. Þarna erum við í góðra leikja hópi, og margir stærstu tölvuleikir heims eru tilnefndir í sama flokki og við. En það væri vissulega gaman að koma með eitt stykki BAFTA styttu til Íslands.“

-Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑