Íslenskt

Birt þann 22. desember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Keppni um nördalegasta jólaskrautið – Vegleg verðlaun í boði

Nörd Norðursins hefur leitina að nördalegasta jólaskrautinu á Íslandi. Jólaskrautið getur tengst tölvuleikjum, vísindaskáldskap, hryllingi, fantasíu, ofurhetjum, myndasögum eða öðru sem hægt er að skilgreina sem nördalegt.

Til að taka þátt tekur þú einfaldlega mynd af nördalega jólaskrautinu þínu og birtir hana á Instagram með merkinu #nördajól eða #nordajol. Vegleg verðlaun eru í boði:

 

1. sætiKing of Tokyo frá Spilavinum, Fido og Super á DVD  og Myndasögu appið frá Gebo Kano.
Aukavinningar – Gloom frá Spilavinum og Myndasögu appið frá Gebo Kano

 

Jólaskrautið verður að vera í eigu þess sem tekur myndina og þarf sá hinn sami að vera búsettur á Íslandi.
Það er dómnefnd Nörd Norðursins sem velur vinningshafa.
Vinningshafar verða tilkynntir 6. janúar (á þrettándanum).

Eigið nördaleg jól!

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑