Stóru fréttirnar í leikjaheiminum núna eru að Witcher 3 er að fara koma út. Hann lítur hrikalega vel út og er eflaust góður en lengdin, sem á að vera allt upp í 200 tímar ef maður gerir allt, hræðir spilara eins og mig sem þurfa einmitt að gera allt en er faðir í fullri vinnu. Reyndar spilaði ég Witcher 2 á Xbox 360 á sínum tíma en þrátt fyrir að ég hafði gaman af honum þá týndist ég í einhverju dúllerí, leiddist og gafst upp sem er synd því að söguþráðurinn var virkilega áhugaverður. En hvern erum við að reyna…
Author: Nörd Norðursins
Þriðjudaginn 19. maí ætla nemendur í Háskólanum í Reykjavík að sýna 12 nýja leiki sem voru búnir til í tölvuleikjakúrs í skólanum á aðeins þremur vikum. Það var dr. David Thue, lektor við tölvunarfræðideild og sérfræðingur í tölvuleikjaþróun, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu. Þess ber að geta að HR hefur verið í nánu samstarfi við íslenska leikjaiðnaðinn (IGI) undanfarin ár og býður nemendum í tölvunarfræði upp á áherslusvið í þróun tölvuleikja. Það voru einmitt nemendur í HR sem hófu að þróa nýjan tölvuleik fyrir nokkrum árum, stofnuðu íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games og gáfu nýverið út tölvuleikinn Aaru’s Awakening. Almenningi er boðið…
Spilarar EVE Online tölvuleiks CCP hafa safnað 68.340 Bandaríkjadollurum, eða rúmlega 8,9 milljónum íslenskra króna, í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal frá því söfnun meðal þeirra hófst um síðustu mánaðarmót. Söfnunin fer alfarið fram í leiknum sjálfum og lýkur á miðnætti þann 24. maí. Söfnunarféð rennur óskipt til Rauði krossins á Íslandi, sem nú stendur fyrir víðtækri söfnun fyrir hjálparstarfi í Nepal. Söfnin fer þannig fram að spilarar EVE Online geta látið fé af hendi rakna til hjálparstafsins í Nepal með gjaldmiðlinum PLEX (Pilot Licence Extension), sem er annar af tveim gjaldmiðlum EVE heimsins sem spilarar leiksins nota (hinn…
Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Hver stal kökunni úr krúsinni? er lítið borðspil sem samanstendur af 30 spilum, en í þessum 30 spilum leynist heilmikill leikur. Spilið er gert fyrir 3-7 leikmenn og samanstendur af nokkrum umferðum, þar sem hver umferð tekur 1-8 mínútur. Þar sem hver umferð tekur svona stuttan tíma þá er auðvitað tilvalið að taka fleiri en eina umferð, því er mælt með því að skrá niður sigurvegara hverrar umferðar fyrir sig og taka síðan saman heildarsigra í lok spils, t.d. sá vinnur sem er með flesta sigra eftir 7 umferðir. Spilið er mjög einfalt að læra en…
The Evil Within er hryllingsleikur framleiddur af Tango Gameworks og útgefinn af Bethesda Softworks. Leikstjóri leiksins er enginn annar en Shinji Mikami sem var maðurinn á bakvið Resident Evil leikina. Mikið hefur breyst síðan fyrsti Resident Evil leikurinn kom út, bæði hvað varðar grafík og innihald leikja og The Evil Within endurspeglar það. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sebastian Castellanos fær útkall og fer, ásamt samstarfsfélögum sínum, á geðveikarahæli þar sem eitthvað hræðilegt hefur gerst. Fljótlega er Sebastian rotaður og þegar hann vaknar þá veit hann ekki hvar hann er eða hvað er á seyði. Undarlegir atburðir gerast og fer hann að gruna að…
Fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með VR (Virtual Reality) tækninni síðustu misseri hafa án efa heyrt um Oculus Rift. Oculus Rift byrjaði sem Kickstarter verkefni árið 2012, og hefur núna verið í stanslausri þróun síðustu ár. Búið er að gefa út nokkrar tegundir af þróunarútgáfum (e. developer kits) en margir hafa beðið óþreyjufullir eftir lokaútgáfu sem ætluð er fyrir venjulega notendur. Þann 6. maí 2015 gaf Oculus út tilkynningu á sínu bloggi að þeir stefna á að opna fyrir pantanir í lok árs 2015, og að varan verði send út til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi 2016. Oculus Rift…
Í dag, 4. maí, er Stjörnustríðsdagurinn og að því tilefni ætla meðlimir í 501st deildar á Íslandi í samstarfi við Blóðbankann að halda blóðsöfnun. Fyrir þá sem ekki vita þá eru 501st alþjóðleg búningasamtök og geta aðeins þeir sem eiga Star Wars búning illmenna úr myndunum frægu gerst meðlimir í samtökunum. Með þessu framtaki vill deildin hvetja allt Star Wars áhugafólk til að mæta og gefa blóð á þessum degi. Á Facebook-síðu viðburðarins stendur: Viljum benda fólki á sem ekki hefur komið áður að einungis er tekið blóðsýni við fyrstu komu. Þannig ef viðkomandi vill gefa í poka 4. maí…
Í dag, laugardaginn 2. maí, er hinn árlegi Ókeypis myndasögudagur, eða Free Comic Book Day eins og dagurinn heitir á ensku. Að venju heldur Nexus upp á daginn líkt og þúsundir myndasöguverslana um allan heim, en markmiðið með deginum er að kynna myndasöguformið meðal annars með því að gefa sérútgefin – og ókeypis – myndasögublöð. Nexus byrjar að gefa blöð kl. 13:00 í verslun sinni, Nóatúni 17, og mun gefa blöð á meðan birgðir endast. Þar verður meðal annars hægt að næla sér í eintak af íslenska blaðinu ÓkeiPiss sem að Nexus og Ókei-bækur gefa út í fimmta sinn í…
Þann 28. apríl hófst SlushPLAY ráðstefnan og var þétt og fjölbreytt dagskrá í boði. Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga og var þema hennar tölvuleikir og sýndarheimar (VR). Fjölmargir ræðumenn, innlendir og erlendir, tóku til máls og ræddu um markaðssetningu, fjárfestingar, söluræður, tölvuleiki, framtíð sýndarveruleikans og allt þar á milli. Susana Meza Graham hjá Paradox Interactive, Chet Faliszek hjá Valve, Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP, Þorsteinn Fridriksson hjá Plain Vanilla, Jónas Antonsson hjá Raw Fury Games og Ben Kuchera hjá Polygon eru meðal þeirra sem tóku til máls, en hægt er að nálgast lista yfir alla ræðumenn á heimasíðu SlushPLAY.…
Védís Ragnheiðardóttir skrifar: Vökumaðurinn er sjötta bókin í alíslenska bókaflokknum Rökkurhæðir sem gefinn er út af Bókabeitunni. Rökkurhæðabækurnar eru samvinnuverkefni Birgittu Elínar Hassell og Mörtu Hlínar Magnadóttur sem skrifa bækurnar jafnframt því að reka Bókabeituna. „Undir Rökkurhæðunum kúrir úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur. Einhvern veginn gerðist það að nafnið festist við hverfið, líklega vegna þess hversu vel það á við. Rökkurhæðir hvíla jú að stórum hluta í skugganum af hæðunum. Þar uppi, í hvarfi frá hverfinu, stendur sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Enginn veit með vissu hvað gerðist þarna uppfrá – yfirnáttúrulegir atburðir segja sumir, hryðjuverk segja aðrir – en eitt er víst: upp í…