Fréttir

Birt þann 8. maí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Oculus Rift: Útgáfudagsetning gefin út

Fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með VR (Virtual Reality) tækninni síðustu misseri hafa án efa heyrt um Oculus Rift. Oculus Rift byrjaði sem Kickstarter verkefni árið 2012, og hefur núna verið í stanslausri þróun síðustu ár. Búið er að gefa út nokkrar tegundir af þróunarútgáfum (e. developer kits) en margir hafa beðið óþreyjufullir eftir lokaútgáfu sem ætluð er fyrir venjulega notendur. Þann 6. maí 2015 gaf Oculus út tilkynningu á sínu bloggi að þeir stefna á að opna fyrir pantanir í lok árs 2015, og að varan verði send út til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi 2016.

Oculus Rift hefur farið í gegnum margar áhugaverðar breytingar á þróunarferlinu og lokaniðurstaðan virðist vera öflug græja sem mun leggja stóran hornstein í þeim tæknigeira sem sýndarveruleikinn er að opna fyrir. En nú er Valve búnir að kynna til leiks HTC Re Vive sem fer í beina samkeppni við Oculus Rift, og segja þeir að sú græja verði send út í lok árs 2015. Spurningin er, hver nær stærri markaðshlutdeild fyrst, og geta þessar græjur lifað báðar í sýndarheiminum?

Heimildir: Oculus VR, Kickstarter, HTC Re Vive og SteamVR.

 

 

Höfundur er Daníel Páll Jóhannsson.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑