Fréttir

Birt þann 19. maí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Game Dev Demo Day – Prófaðu 12 nýja leiki í HR 19. maí

Þriðjudaginn 19. maí ætla nemendur í Háskólanum í Reykjavík að sýna 12 nýja leiki sem voru búnir til í tölvuleikjakúrs í skólanum á aðeins þremur vikum. Það var dr. David Thue, lektor við tölvunarfræðideild og sérfræðingur í tölvuleikjaþróun, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu. Þess ber að geta að HR hefur verið í nánu samstarfi við íslenska leikjaiðnaðinn (IGI) undanfarin ár og býður nemendum í tölvunarfræði upp á áherslusvið í þróun tölvuleikja.

Það voru einmitt nemendur í HR sem hófu að þróa nýjan tölvuleik fyrir nokkrum árum, stofnuðu íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games og gáfu nýverið út tölvuleikinn Aaru’s Awakening.

Almenningi er boðið að koma og skoða og prófa leikina tólf í stofu V108 í HR milli kl. 16:00-19:00.

Skoða viðburðinn á Facebook

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑