Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Nú þegar sumarið er handan við hornið er upplagt að finna fleiri ástæður til að halda sig inni og horfa á YouTube. Hér eru því topp tíu uppáhalds rásirnar, eins og staðan er í dag, til að skapa örlitla afþreyingu yfir sumartímann. 10. #ZeroPunctuation Ertu komin/nn með leið á að allir rýnendur segi það sama um alla leiki? Viltu heyra sannleikann hreint út hversu lélegir allir helstu leikir samtímans eru? Ef svo er þá er þetta rásin fyrir þig. Tölvuleikjablaðamaðurinn, já þessi titill er til, Ben „Yahtzee“ Croshaw byrjaði með þessa seríu 2007 og hefur gert yfir 300 þætti…

Lesa meira

Það má svo sannarlega byrja að hlakka til nýjasta leik í FIFA seríunni því næsta viðbót við leikinn kann að vera sú besta hingað til. Núna í fyrsta sinn er hægt að spila kvennalandslið í leiknum, en 12 landslið munu fylgja með leiknum til að byrja með. En þau eru Þýskaland, Bandaríkin, Frakkland, Svíþjóð, England, Brasilía, Kanada, Ástralía, Spánn, Kína, Ítalía og Mexíkó. Hins vegar verður aðeins hægt að spila vináttuleiki, mót sem ekki eru á netinu og netspilun við annan vin til að byrja með. Líklegast má þó reikna með að þetta sé aðeins byrjunin og því má vænta…

Lesa meira

Í dag tilkynnti leikjafyrirtækið Bethesda að Fallout 4 sé væntanlegur á PS4, Xbox One og PC. Sjö ár eru liðin frá útgáfu Fallout 3 en Fallout: New Vegas kom út árið 2010. Útgáfudagur hefur ekki verið kynntur en fleiri upplýsingar um leikinn verða væntanlega gefnar á E3 tölvuleikjasýningunni sem fer fram 16.-18. júní næstkomandi. Við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast vel með E3 og eigum eftir að birta fréttir og valin sýnishorn frá tölvuleikjasýningunni miklu. Hægt er að forpanta eintak af Fallout 4 á heimasíðu Fallout 4, en samkvæmt heimildum mun nýi leikurinn gerast í Boston í Bandaríkjunum. Uppgefið verð…

Lesa meira

Það er einkennilegt að skrifa grein um fyrstu hughrif þegar maður er búinn að spila leikinn í nægan tíma til að klára flesta aðra leiki, en svona er Witcher 3 langur og leikjaheimurinn stór. Fyrir þá sem ekki vita þá fjalla Witcher leikirnir um Geralt of Rivia, skrímslaveiðimann með meiru og byggja á skrifum pólverjans Andrzej Sapkowski. Þetta er hlutverkaleikur af bestu gerð með áherslu á bardaga og sögu. Hann kom út á PC, PS4 og Xbox One en undirritaður er að spila hann á PS4. Þar sem þetta eru fyrstu hughrif þá ætla ég að taka saman helstu punktana…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins, ákvað því að skella sér á Nordic Game ráðstefnuna sem var haldin í Malmö í Svíþjóð dagana 20.-22. maí. Þetta er í tólfta sinn sem þessi norræna leikjaráðstefna fer fram en hún er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á því helsta sem er að gerast í leikjaiðnaðinum og á sama tíma tilvalið tækifæri fyrir töluvleikjafólk á Norðurlöndum til að hittast. Í ár mættu yfir 2.000 manns á ráðstefnuna samkvæmt tölum frá Nordic Game. Fjölbreyttir fyrirlestrar Yfir 90 mannst flutti erlendi á ráðstefnunni í ár. Fyrirlestrarnir voru af öllum stærðargráðum en stóru fyrirlestrarnir fóru…

Lesa meira

Í dag munu Malefiq og Skaði keppa til úrslita CS:GO í Netdeild Tuddans sem hófst í febrúar. Tölvulistinn og Tuddinn verða með dagskrá frá kl. 13:00 í dag, laugardaginn 30. maí, en úrslitaleikurinn hefst kl. 16:00 Hægt verður að fylgjast með því að mæta á staðinn eða með því að fylgjast með beinni útsendingu hér á Twitch og munu Bergur „delicious“ Theodórsson og Tómas „izedi“ Jóhannsson lýsa leiknum Sérstakur Facebook viðburður hefur verið skráður fyrir keppnina og þar kemur fram að veitingar og ýmis verðlaun verða í boði. : Fríar veitingar verða í boði Tölvulistans, pizzur frá Eldsmiðjunni og Mountain…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Mortal Kombat bardagaserían hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1992. Mortal Kombat leikirnir þykja brútal og má segja að miskunnarlaust ofbeldi og meðfylgjandi blóðbað sé eitt helsta einkenni leikjanna. Fjögur ár eru liðin frá seinasta Mortal Kombat leik (sem við gáfum fjórar og hálfa stjörnu). Nýjasti leikurinn ber heitið Mortal Kombat X og kom í verslanir í apríl 2015 á PS4, Xbox One og PC. Leikurinn er væntanlegur á PS3 og Xbox 360 síðar á þessu ári. Mortal Kombat X er bardagaleikur í háum gæðaflokki og klárlega…

Lesa meira

Úrslit voru kynnt á Nordic Game ráðstefnunni sem fram fór í Malmö, Svíþjóð dagana 20.-22. maí 2015. Í fyrra var Resogun valinn leikur ársins og Year Walk var valinn besti handheldi leikurinn. Í ár var Wolfenstein: The New Order valinn leikur ársins og Size DOES Matter var valinn besti handheldi leikurinn. Besti norræni leikurinn Among the Sleep frá Krillbite Studio (Noregur) Dreamfall Chapters: Book One frá Red Thread Games (Noregur) Kalimba frá Press Play (Danmörk) Leo’s Fortune frá 1337 and Senri LLC (Svíþjóð) Max: The Curse of Brotherhood frá Press Play (Danmörk) Shadow Puppeteer frá Sarepta (Noregur) The Silent…

Lesa meira

Fyrir ykkur sem hafa aldrei heyrt um Borderlands leikina, Claptrap segir skamm á ykkur, þá er þetta fyrstu persónu skotleikur sem hefur frekar klikkaðan og skemmtilegan húmor. Svona pínu eins og ef Mad Max og Looney Toons myndi eignast barn og Call of Duty væri barnfórstran. Þetta leikjasafn inniheldur tvo leiki, Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel, þar sem allt aukaefni sem hefur verið gefið út fyrir leikina fylgir með. Borderlands 2 hefur verið uppfærður til að standast kröfur núverandi kynslóð leikjatölva og lítur töluvert betur út núna en þegar hann kom fyrst út. En eins og nafnið gefur til…

Lesa meira

Steinar Logi Sigurðsson skrifar: Ástæðan fyrir því að ég dreif mig á Mad Max voru ekki auglýsingarnar í þessum óteljandi leikhléum í NBA úrslitunum eða glimrandi gagnrýni bíóspekúlanta heldur eitt tíst frá leikstjóranum Rian Johnson. Tístið var svohljóðandi: „GEORGE MILLER JUST TOOK US ALL TO SCHOOL“ (@rianjohnson 15 maí). Rian þessi gerði Looper sem ég hafði mjög gaman af og fannst frumleg þannig að ef hann var sendur í skóla þá hlaut þetta nú að vera eitthvað. Flestir þekkja Mad Max myndirnar sem komu út fyrir mörgum árum með Mel nokkrum Gibson. Mad Max: Fury Road er ekki endurgerð þeirra…

Lesa meira