Fréttir

Birt þann 3. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þær eru loksins mættar til leiks

Það má svo sannarlega byrja að hlakka til nýjasta leik í FIFA seríunni því næsta viðbót við leikinn kann að vera sú besta hingað til. Núna í fyrsta sinn er hægt að spila kvennalandslið í leiknum, en 12 landslið munu fylgja með leiknum til að byrja með. En þau eru Þýskaland, Bandaríkin, Frakkland, Svíþjóð, England, Brasilía, Kanada, Ástralía, Spánn, Kína, Ítalía og Mexíkó. Hins vegar verður aðeins hægt að spila vináttuleiki, mót sem ekki eru á netinu og netspilun við annan vin til að byrja með.

Líklegast má þó reikna með að þetta sé aðeins byrjunin og því má vænta að fleiri spilunar möguleikar verði aðgengilegur þegar líður á. Ekki er um að ræða endurgerð á fyrri módelum í leiknum þar sem stelpurnar eru alklæddar í hreyfiskyn göllum til að ná þeirra töktum og hreyfingum sem þeim einum er lagið. Einnig geta ekki kvennalið keppt á má móti kallaliðum, þó værir nokkuð sniðugt að leyfa kynjunum að kljást á grasvellinum góða. Skemmtilegt verður því að fylgjast með EA ráðstefnunni á E3, sem er handan við hornið, til að sjá fleiri sýnishorn úr nýjast FIFA og hvort fleiri tilkynningar um þessa nýju viðbót líti dagsins ljós.

 

Höfundur er
Helgi Freyr Hafþórsson

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑