Íslenskt

Birt þann 9. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gufupönk í ævintýralandinu Bíldalíu – Upphitun á Gauknum

Í fyrra var fyrsta gufupönkhátíð Íslands haldin í Bíldudal, sem breyttist þá tímabundið í ævintýralandið Bíldalíu. Ákveðið hefur verið að endurtaka viðburðinn í ár en í þetta skipti stendur íslenska gufupönkhátíðin yfir í heila viku, dagana 20.-27. júní. Upphitun verður á Gauknum miðvikudaginn 10. júní þar sem gufupönkarar ætla að hittast og koma sér í réttan gír með því að klæðast gufupönk fötum og hlusta á gufupönk tónlist

Tengt efni: Gufupönkhátíð í Bíldalíu – Viðtal við Ingimar Oddsson

Aðgangseyrir er 12.000 kr. í ár og fá gestir hátíðarinnar sérstakt vegabréf sem er merkt Bíldalíu. Gestir sem eiga eldra vegabréf frá Bíldalíu fá 2.000 kr. afslátt og borga því 10.000 kr. í stað 12.000 kr. Með því að kaupa vegabréf fá gestir ókeypis inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Á hátíðinni klæðast gestir gufupönk fatnaði, en þar mætast fagurfræði fortíðarinnar við tækni nútímans. Í ár verður boðið upp á konunglega sælkeraveislu, electroswing partý, konunglegt brúðkaup, leikhús, tónleika, grímu- og búningaveislu og margt fleira.

Steampunk_dagskra_isl

Nánari upplýsingar um hátíðina og Bíldalíu má finna á heimsíðu Bildalíu.

 

-BÞJ / Forsíðumynd: Steampunk Iceland – Ævintýrahátíð 2015 á Facebook

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑