Fréttir

Birt þann 30. maí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Úrslitaleikur Tuddans í CS:GO 30. maí

Í dag munu Malefiq og Skaði keppa til úrslita CS:GO í Netdeild Tuddans sem hófst í febrúar. Tölvulistinn og Tuddinn verða með dagskrá frá kl. 13:00 í dag, laugardaginn 30. maí, en úrslitaleikurinn hefst kl. 16:00 Hægt verður að fylgjast með því að mæta á staðinn eða með því að fylgjast með beinni útsendingu hér á Twitch og munu Bergur „delicious“ Theodórsson og Tómas „izedi“ Jóhannsson lýsa leiknum

Sérstakur Facebook viðburður hefur verið skráður fyrir keppnina og þar kemur fram að veitingar og ýmis verðlaun verða í boði. :

Fríar veitingar verða í boði Tölvulistans, pizzur frá Eldsmiðjunni og Mountain Dew og Pepsi Max frá Ölgerðinni milli 16:00 og 18:00. Nokkrir heppnir einstaklingar sem mæta á staðinn munu meðal annars geta gengið út með Razer Kraken Chroma Pro heyrnatól í boði Tölvulistans, CS:GO skins og fleira. Hægt verður að prófa að spila CS:GO á glænýjum tölvum á staðnum og prófa ýmsan varning frá Razer.

Nánari upplýsigar um dagskrá dagsins má nálgast á Facebook.Forsíðumynd: Facebook viðburðurinn

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑