Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Lokasýning á leiksýninguna South Park: stærra, lengra og óklippt hefst í kvöld kl. 20:00. Það er Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem stendur fyrir sýningunni sem byggir á hinu stórgóðu teiknimyndaþáttum; South Park. Að sögn leikfélagsins inniheldur leikverkið meinbeitta háðádeilu og sóðalegan húmor (og spoiler: Kenny deyr!). Sýningin fer fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og kostar miðinn 2.900 kr. (smelltu hér til að kaupa á Tix.is). Það er 12 ára aldurstakmark á sýninguna. Mynd: Leikfélagið Verðandi á Facebook   Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Fyrsti aukapakkinn (DLC) fyrir Fallout 4 lendir 22. mars á PC, PS4 og Xbox One. Pakkinn heitir Automatron og inniheldur vélmenni sem óvini auk þess sem spilarinn getur smíðað sín eigin vélmenni. Einnig opnar pakkinn fyrir nýtt landsvæði til að kanna í Fallout 4 heiminum. STIKLA ÚR FALLOUT 4: AUTOMATRON https://youtu.be/aMY0IETkDrU Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Í september sögðum við frá því að íslenska tölvuleikjafyrirtækið Lumenox Games væri byrjað að vinna í gerð á nýjum partýleik. Fyrir stuttu setti fyrirtækið leikinn á Steam Greenlight í þeirri von um að koma leiknum áfram inn á Steam leikjasíðuna. Það tókst hjá Lumenox og hefur leikurinn nú fengið grænt ljós frá Greenlight samfélaginu sem hefur sýnt leiknum mikinn áhuga. Leikurinn heitir YamaYama og er væntanlegur síðar á þessu ári. Lumenox Games komust á kortið með fyrsta leiknum sínum, Aaru’s Awakening, sem kom út í fyrra. Útlit leiksins þykir einstaklega fallegt og áhugavert þar sem stór hluti hans er handteiknaður ólíkt svo mörgum öðrum tölvuleikjum…

Lesa meira

CCP tilkynnti rétt fyrir Game Development Conference (GDC) sem hefst á mánudaginn í San Francisco að leikurinn Gunjack sé væntanlegur fyrir Oculus og Vive sýndarveruleikagleraugun. Oculus Rift sýndarveruleikabúnaðurinn kemur út 28. mars og verður Gunjack þá fáanlegur fyrir þennan nýja útbúnað Oculus VR fyrirtækisins, sem er í eigu Facebook. HTC hefur enn ekki gefið út hvenær Vive búnaður þess verður fáanlegur, en búist er við að það verði síðar á þessu ári. Gunjack er mest seldi leikurinn á Samsung Gear VR í dag en prufuútgáfa af leiknum var fyrst sýnd á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Leikurinn, sem…

Lesa meira

VR leikurinn Gunjack frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP kom út í nóvember síðastliðnum fyrir Samsung Gear VR sýndarveruleikagleraugun. Gunjack er aðgengilegur geimskotleikur þar sem spilarinn þarf að verjast óvinageimskipum og lifa af. Hægt var að prófa leikinn í Tæknistiganum á UTmessunni síðastliðinn febrúar. Leikurinn hefur náð miklum vinsældum frá því í nóvember og er mest seldi leikurinn sem komið hefur út fyrir Samsung Gear VR. Samsung Gear VR er með betri VR sýndarveruleikagleraugum í dag og eru sérhönnuð fyrir nýjustu Samsung símana. Undanfarnar vikur hafa íslensk fyrirtæki verið að bjóða upp á tilboð þar sem græjan fylgir frítt með nýjum Samsung…

Lesa meira

Íslenska sýndarveruleikafyrirtækið Aldin Dynamics mun kynna Waltz of the Wizard á Game Developers Conference (GDC) sem haldin er í San Francisco í næstu viku, 14.-18. mars. Í Waltz of the Wizard fær spilarinn að upplifa hvernig það er að vera galdrakarl í heimi sem sækir innblástur í kvikmyndir á borð við Fantasíu og Harry Potter. Í upplifuninni fær fólk ýmiskonar galdrakrafta á borð við að gera hluti þyngdarlausa, umbreyta hlutum í lifandi dýr og ferðast á milli mismunandi heima í gegnum galdragáttir. Waltz of the Wizard er hannaður fyrir HTC Vive þar sem hreyfisprotar (motion controllers) eru notaðir og geta…

Lesa meira

Steinar Logi skrifar: Það er erfitt að forðast spilla fyrir stórmynd eins og The Force Awakens á tímum samfélagsmiðla en þessi gagnrýni leitast við að vera spilla-laus eða því sem næst. Undirritaður er einn af þessum viðkvæmu, helst vildi ég ekki vita hvaða leikarar eru í myndinni fyrirfram en það er ómögulegt. Þannig að Twitter var ekki opnaður, Twitch spjall var alltaf lokað og maður kom ekki nálægt fjölspilunarleikjum með spjalli. Ef þú ert í þessum sporum þá er hérna stutt gagnrýni: Farðu á hana, hún er vel þess virði og kemur vel út í 3D. En það eru góðar…

Lesa meira

„Never tell me the odds!“ Svarthöfði gengur ákveðnum skrefum í gegnum ísgöng á ónefndum stað á plánetunni Hoth. Hann fer framhjá gamalli beinagrind af Tauntaun, ósnertri í mörg ár eða þar til uppreisnarmaður með brotinn háls skall á henni örfáum augnablikum áður. Innar í hellinum glittir í blóði drifna veggi og líkamshluta á víð og dreif. Í loftinu er lykt af brenndu holdi. Skyndilega hleypur hermaður inn um hellisop og snarstöðvast, frosinn af skelfingu, þegar hann sér Svarthöfða. Svarthöfði arkar áfram eins og ekkert hafi í skorist, grípur um geislasverðið og fleygir því í átt að manninum. Þegar sverðið kemur…

Lesa meira

Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Leikurinn Crookz: The Big Heist kom út fyrir skömmu á Steam fyrir tölvur með stýrikerfin Windows, Macintosh og Linux. Crookz er framleiddur af Skilltree Studios sem er partur af útgefandanum Kalypso Media Group og eru þau bæði staðsett í Þýskalandi. Leikurinn gerist í San Francisco á áttunda áratugnum og fjallar um fimm þjófa sem ætla að hefna sín fyrir svik Murray, fyrrum samstarfsfélaga þeirra. Á ákveðnum tímapunkti komast þau að því að hann er með djöfullegt ráðabrugg í vændum sem þau verða að stöðva. Það má segja að Crookz sé þrautaleikur því leikurinn reynir mjög mikið…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games er um þessar mundir að vinna að gerð nýs partýleiks. Leikurinn er enn á þróunarstigi og hefur fyrirtækið óskað eftir fólki í leikjaprufur þar sem það fær að prófa leikinn og koma með athugasemdir um hann. Þetta kemur fram í færslu sem Jóhann Ingi hjá Lumenox Games sendi frá sér á Facebook-hópinn Tölvuleikjasamfélagið. Lumenox Games gaf út hraða þrautaleikinn Aaru’s Awakening fyrr á þessu ári og er leikurinn fáanlegur á PC, PlayStation og Xbox í dag. Leikurinn var u.þ.b. þrjú ár í þróun og vann leikjahugmyndin Game Creator leikjakeppnina árið 2011. Aaru’s Awakening náði mikilli athygli…

Lesa meira