Fréttir

Birt þann 16. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Uppselt á Isolation Game Jam 2016

Leikjasmiðjan Isolation Game Jam verður haldin í þriðja sinn dagana 8.-12. júní á bóndabænum Kollafoss í Vesturárdal, Húnaþingi Vestra. Markmið Isolation Game Jam er að hópa leikjahönnuði saman og búa til leiki á stuttum tíma (ásamt því að klappa lömbum!). Það sem er öðruvísi við þessa leikjasmiðju er að hún er staðsett fjarri allri byggð í íslenskri sveitasælu.

Uppselt er á viðuburðinn en hægt er að fylgjast með viðburðum í framtíðinni með því að gerast áskrifandi að póstlista Kollafoss Gamedev Residency eða fylgjast með þeim á Facebook og Twitter.

Isolation_Game_Jam_2016-sold-out

Kollafoss Gamedev Residency samanstendur af þeim Jóhannesi Gunnari Þorsteinssyni og Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, íbúm Kollafoss. Kollafoss Gamedev Residency tók einnig þátt í að skipuleggja leikjasmiðju í kringum Global Game Jam 2016 sem haldið var víða um heim í lok janúar síðastliðnum.

Heimild: Kollafoss Gamedev Residency

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑