Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Árið 1993 kom út ævintýraleikurinn Day of the Tentacle. Þetta var á gullárum „pick-up“ leikjanna sem LucasArts voru meistarar í að búa til. LucasArts bjó til Day of the Tentacle og fleiri góða leiki í svipuðum stíl, þar á meðal Monkey Island leikina, Sam & Max, Full Throttle, The Dig og Grim Fandango. Í dag, 22. mars, verður Day of the Tentacle gefinn út í endurbættri útgáfu þar sem hljóð og grafík hefur verið uppfærð. Það er Double Fine Productions, fyrirtæki Tim Schafer (sem kom að gerð áðurnefndra leikja), sem sér um þessa andlitslyftingu á leiknum. Hér fyrir neðan má sjá…

Lesa meira

NBA2K16 kom út í lok september síðasta árs en við látum það ekkert stöðva okkur. Reyndar hefur undirritaður verið að spila hann af og til síðan þá þannig að hann endist ágætlega.  Seríuna þekkja flestir enda eru þetta bestu körfuboltaleikirnir á markaðnum (vonandi nær NBA Live serían samt að bæta sig). Þeir eru samt ekki fullkomnir og NBA2K16 hefur sína vankanta. En áður en við förum í þá skulum við fá stutt yfirlit enda býður leikurinn upp á þó nokkrar tegundir leikjaspilunar. Í MyCareer byggirðu upp ungan körfuboltamann sem þú skapar sjálfur og spilar í gegnum nokkra háskólaleiki, ferð í…

Lesa meira

Á SXSW Gaming Expo tilkynnti Telltale að í sumar mun leikjasería byggð á Batman vera gefin út. Það er of snemmt til að sýna skjáskot úr leiknum en við munum bíða spennt eftir að sjá hvernig Telltale mun færa sinn sögustíl yfir á borgina Gotham. Telltale er með öflugt orðspor fyrir að búa til leiki með góðar sögur, og þá sérstaklega sögur þar sem ákvarðanir spilara hafa mikil áhrif á hvað gerist í sögu leiksins. Saga leiksins mun gerast í nútímanum, en ekki tengjast neinum ákveðnum heimi Batmans (t.d. kvikmyndanna, leikjanna eða teiknimyndasagnanna) heldur verður þessi heimur alveg sjálfstæður. Spilarinn stjórnar Bruce…

Lesa meira

Í þessu magnaða myndbandi úr Hellblade sjáum við hvernig leikarar geta leikið atriði sem gerist í leikjaheiminum í rauntíma. Um er að ræða spennandi tækni sem fleiri leikjafyrirtæki eiga eflaust eftir að nýta sér í auknum mæli í framtíðinni. Hellblade er væntanlegur á PC og PS4 leikjatölvuna síðar á þessu ári. Leikurinn er þróaður af Ninja Theory sem skilgreina leikinn sem „indí AAA“ tölvuleik, þ.e.a.s. leikurinn verður umfangsmikill og vandaður en þó búinn til af sjálfstæðu og fámennu tölvuleikjateymi. Heimild: PlayStation.Blog Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Íslenska fyrirtækið Convex gaf út sinn fyrsta tölvuleik í nótt. Um er að ræða indí ævintýraleikinn Tiny Knight, en í honum stjórnar spilarinn hetju sem þarf að leysa þrautir og berjast við óvini til að finna og sigra aðal óvin leiksins; The Skeleton King! Tiny Knight sigraði Game Creator keppnina árið 2015, en Game Creator er tölvuleikjakeppni sem Samtök leikjaframleiðanda (IGI) heldur með reglulegu millibili þar sem þátttakendur keppast um að búa til besta tölvuleikinn. Síðan að teymið sigraði í Game Creator hefur það unnið að gerð leiksins og þróaði leikinn enn frekar í Nýsköpunarmiðstöðinni yfir sumarið. Þetta er ekki fyrsti…

Lesa meira

Sony tilkynnti á GDC 2016 að PlayStation VR, PlayStation 4 sýndarveruleikagleraugun, muni koma í verslanir í október næstkomandi og eigi eftir að kosta $399 Bandaríkjadali / €399 Evrur / £349 Bresk pund (fer eftir því hvar varan er keypt). En hvað fær kaupandinn fyrir peninginn? Hér er listi yfir innihald PlayStation VR pakkans: PlayStation VR sýndarveruleikagleraugu Vinnslubox (Processing Box) Rafmagnssnúra Heyrnatól Dual HDMI tengi – til að tengja gleraugun við boxið HDMI tengi – til að tengja PS4 við boxið. Micro USB tengi Hér er svo sjá mynd af öllum PlayStation VR búnaðinum. Athugið að PlayStation 4 myndavélin er NAUÐSYNLEG til að PlayStation…

Lesa meira

Þann 1. apríl (ekki aprílgabb!) kl. 20:00 mun Elín Edda opna sýningu á myndasögunni Gombra í Ekkisens, Bergstaðastræti 25B í Reykjavík. Á sama tíma verður bókin gefin út sem er tæplega 200 blaðsíður að lengd og verður gefinn út í jafnmörgum eintökum. Gombri er ný myndasaga eftir Elínu Eddu. Sagan fjallar um Gombra sem er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann og ákveður því að yfirgefa heimili sitt, Garðinn. Hann leggur af stað í langt ferðalag — staðráðinn í að snúa ekki aftur. Helstu umfjöllunarefni sögunnar eru náttúran, sannleikurinn og tilveran. Elín Edda er 20 ára nemi á fyrsta…

Lesa meira

Leikjasmiðjan Isolation Game Jam verður haldin í þriðja sinn dagana 8.-12. júní á bóndabænum Kollafoss í Vesturárdal, Húnaþingi Vestra. Markmið Isolation Game Jam er að hópa leikjahönnuði saman og búa til leiki á stuttum tíma (ásamt því að klappa lömbum!). Það sem er öðruvísi við þessa leikjasmiðju er að hún er staðsett fjarri allri byggð í íslenskri sveitasælu. Uppselt er á viðuburðinn en hægt er að fylgjast með viðburðum í framtíðinni með því að gerast áskrifandi að póstlista Kollafoss Gamedev Residency eða fylgjast með þeim á Facebook og Twitter. Kollafoss Gamedev Residency samanstendur af þeim Jóhannesi Gunnari Þorsteinssyni og Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, íbúm…

Lesa meira

Í seinasta mánuði stofnaði Jóhannes G. Þorsteinsson hjá Kollafoss Gamedev Residency Facebook-hópinn Leikjatorgið. Hópurinn er ætlaður leikjahönnuðum á Íslandi þar sem þeir geta sýnt verkin sín. Á hverjum sunnudegi er #skjáskotssunnudagur þar sem leikjahönnuðir sína skjáskot úr verkefnum sínum og er þátttaka þeirra í hópnum mjög góð. Eins og staðan er núna eru um 77 notendur skráðir í hópinn sem fer ört stækkandi. Ert þú leikjahönnuður á Íslandi? Skráðu þig þá í hópinn hér á Facebook! Mynd: Jóhannes G. Þorsteinsson / Leikjatorgið Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Sony tilkynnti í dag á GDC (Game Developers Conference) að PlayStation VR, sýndarveruleikagleraugun fyrir PlayStation 4, eru væntanleg í verslanir í október á þessu ári og munu kosta $399 Bandaríkjadali / €399 Evrur / £349 Bresk pund – eða í kringum 50 til 60 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt Amazon.co.uk verður opnað fyrir forpantanir miðvikudaginn 16. mars á bresku vefversluninni. Sony er í beinni samkeppni við Oculus Rift og HTC Vive með PlayStation VR. Margir binda sterkar vonir við að PlayStation VR nái að gera sýndarveruleika aðgengilegan almenningi með því að bjóða upp á sýndarveruleikagleraugu á hagstæðu verði sem tengist PlayStation…

Lesa meira