Bíó og TV

Birt þann 24. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Kvikmyndarýni: Batman v Superman: Dawn of Justice

Kvikmyndarýni: Batman v Superman: Dawn of Justice Nörd Norðursins

Samantekt: Seinni helmingurinn hífir myndina upp en þá fáum við þetta sjónarspil sem Snyder er þekktur fyrir.

3


Einkunn lesenda: 2.3 (4 atkvæði)

Steinar Logi Sigurðsson skrifar:

Batman v Superman: Dawn of Justice hefur verið lengi í bígerð og er stórt skref í ofurhetjumyndamarkaðinum því að nú á bæði að kynna Justice League til sögunnar og stilla upp hinum fræga bardaga milli Batman og Superman. Það er Zack Snyder sem er aftur við stjórnvölinn, eins og í Man of Steel, og sagan heldur áfram eftir að bardagi General Zod og Superman leggur Metropolis nánast í rúst.

Margir gagnrýndu Snyder fyrir að láta Superman valda svona mikilli eyðileggingu, að alvöru Superman hefði dregið Zod úr borginni og barist þar. En annað hvort er Snyder snillingur og hann hafði alltaf gert ráð fyrir að þessi eyðilegging tengdist næstu mynd eða að þessi mynd var skrifuð einmitt útfrá þessari gagnrýni á Man of Steel. Alla vega þá er Batman virkilega fúll út í Superman fyrir að haga sér svona því að hann missti marga vini og samstarfsfólk. Meginefni myndarinnar er semsagt þessi spenna á milli á Superman og Batman, því að Superman er heldur ekki sammála aðferðum Batmans.

Ég skrifaði að Snyder væri snillingur en það var auðvitað grín því að eins og kvikmyndaunnendur vita þá er hann mjög sterkur á sjónræna sviðinu en þegar það kemur að sögu og persónum þá fer allt í einhvern ruglingslegan og ókláraðan hrærigraut. Batman v Superman er einmitt þannig.

Ég skrifaði að Snyder væri snillingur en það var auðvitað grín því að eins og kvikmyndaunnendur vita þá er hann mjög sterkur á sjónræna sviðinu en þegar það kemur að sögu og persónum þá fer allt í einhvern ruglingslegan og ókláraðan hrærigraut. Batman v Superman er einmitt þannig.

Myndin skiptist í tvo hluta og það er greinilegur munur á þeim. Fyrri hlutinn er uppbygging og hálfgert pólitískt drama þar sem verið er að skoða áhrif ofurmanna á þjóðfélagið, kosti þess og galla. Inn í þetta fléttast Lex Luthor, leikinn af Jesse Eisenberg. Hugmyndin um Superman sem frelsara eða Guð er tuggið ofan í áhorfandann aftur og aftur en svo tekur Snyder það ekkert lengra. Hann er góður að koma með ýmsar vangaveltur en söguþráðurinn líður fyrir vikið, fyrri helmingur er of langdreginn og ruglingslegur. Til að bæta gráu ofan á svart þá erum við sífellt að lenda í óútskýrðum draumaatriðum eða ofsjónum.

Batman_v_superman_03

Seinni helmingurinn hífir myndina upp en þá fáum við þetta sjónarspil sem Snyder er þekktur fyrir…

Seinni helmingurinn hífir myndina upp en þá fáum við þetta sjónarspil sem Snyder er þekktur fyrir og þá aðallega í formi tveggja stórbardaga. Í einu stuttu atriði eru aðrir meðlimir Justice League kynntir fyrir myndir framtíðarinnar en á mjög svo klaufalegan hátt. Þetta er það sem skemmir fyrir svona myndum, það þarf að koma að alls konar tengingum og vísunum í næstu myndir, sem koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum.

Batman_v_superman_01

Leikarar standa sig þokkalega vel. Sá besti er Ben Affleck sem nær að skapa Batman sem er bitur og fullur af reiði og hatri,

Leikarar standa sig þokkalega vel. Sá besti er Ben Affleck sem nær að skapa Batman sem er bitur og fullur af reiði og hatri, enda er þetta eldri Batman sem hefur gengið í gegnum ýmislegt og marga missi. Líkamlega er hann virkilega sannfærandi, hann er sterkur og búningarnir og farartækin eru flott. Hins vegar er hann annar Batman en maður á að venjast, honum virðist vera alveg sama um hversu marga krimma hann drepur og lætur kúlnaregnið dynja á þeim. Superman er líka breyttur, hann er búinn að missa sakleysið og er aldrei vandræðalegur eins og Christopher Reeves gat verið. Hann er þvert á móti nokkuð fljótur að reiðast sem er náttúrulega stórhættulegt fyrir veru eins og hann og ekki sá Superman sem við höfum séð áður. Eftir að hafa byggt hann upp sem réttvísina uppmálaða í Man of Steel er þetta svekkjandi breyting, núna er hann allt of líkur öðrum ofurhetjum.

Batman_v_superman_04

Henry Cavell stendur fyrir sínu en ég var ekki hrifinn af Jesse Eisenberg sem lék Lex Luther sem nokkurs konar Joker fígúru. Maður fær akkúrat enga innsýn í bakgrunn hans eða hugsunargang, hann er bara sérvitur, skrýtinn strákur. Betra handrit hefði hjálpað hér eins og annars staðar. Jafnvel eftir að hann hafði sýnt sitt rétta illa andlit þá var erfitt að taka hann alvarlega. Gal Gadot stimplar sig mjög vel inn og maður er spenntur að sjá meira af henni í seinni myndum.

Eins og áður sagði þá eru bardagaatriðin í seinni helmingnum sem lyftir myndinni upp og maður fór úr bíóinu kannski ekki beint spenntur fyrir framtíð myndanna, en yfir meðallagi forvitinn. En það er óneitanlega komin smá þreyta á þessari fjöldaframleiðsluformúlu (nú þegar er búið að tilkynna fjöldann allan af DC Comics myndum allt fram að 2019) og maður vonast eftir fleiri myndum eins og Deadpool. En hvern er ég að plata, maður á eftir að fara á þær allar.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑